Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 16:30 William Barr er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. Skýrslunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og möguleg tengsl við forsetaframboðs Donald Trump. Það eina sem birt hefur verið úr skýrslunni mátti finna í fjögurra blaðsíðna samantekt Barr en rannsókninni lauk fyrir skömmmu. Í samantekt Barr segir að rannsakendur Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð. Þá kom einnig fram að Mueller hafi neitað að leggja mat á það hvort ákæra ætti Trump fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Það var hins vegar mat Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, að ekki væru fyrir hendi næg sönnunargögn til þess að sakfella forsetann. Demókratar hafa undanfarnar vikur kallað eftir því að skýrslan sjálf yrði gerð opinber svo að þeir, sem og almenningur, gætu lagt sjálfstætt mat á skýrsluna og niðurstöður hennar, svo að ekki þurfi að reiða sig á samantekt embættismanns sem Trump sjálfur skipaði. Höfðu demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbúið það að fara í lagalegar aðgerðir til þess að fá skýrslurnar í hendurnar, væri hún ekki birt í þessari viku. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins staðfesti hins vegar í dag að skýrslan yrði birt á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma, eftir að lögfræðingar luki við það að má út viðkvæmar upplýsingar sem ekki mega birtast almenningi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. Skýrslunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og möguleg tengsl við forsetaframboðs Donald Trump. Það eina sem birt hefur verið úr skýrslunni mátti finna í fjögurra blaðsíðna samantekt Barr en rannsókninni lauk fyrir skömmmu. Í samantekt Barr segir að rannsakendur Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð. Þá kom einnig fram að Mueller hafi neitað að leggja mat á það hvort ákæra ætti Trump fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Það var hins vegar mat Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, að ekki væru fyrir hendi næg sönnunargögn til þess að sakfella forsetann. Demókratar hafa undanfarnar vikur kallað eftir því að skýrslan sjálf yrði gerð opinber svo að þeir, sem og almenningur, gætu lagt sjálfstætt mat á skýrsluna og niðurstöður hennar, svo að ekki þurfi að reiða sig á samantekt embættismanns sem Trump sjálfur skipaði. Höfðu demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbúið það að fara í lagalegar aðgerðir til þess að fá skýrslurnar í hendurnar, væri hún ekki birt í þessari viku. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins staðfesti hins vegar í dag að skýrslan yrði birt á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma, eftir að lögfræðingar luki við það að má út viðkvæmar upplýsingar sem ekki mega birtast almenningi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15