Tekist á um kynjakvóta á ritstjórn lögreglunnar Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2019 09:55 Sóley spyr Bigga löggu hvort sé svolítið undarlegt að hafa áhuga á að tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilega áhuga til þess að fá með sér breiðari hóp í verkið. Þrír karlmenn skipa ritstjórn lögreglunnar. Biggi lögga gerir ráð fyrir því að konur bætist í hópinn með tíð og tíma. Í síðustu viku var greint frá því á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hún vilji láta til sín taka á Instagramsíðu með skemmtilegum fréttum af starfi lögreglumanna. Þetta ætlar hins vegar að reynast umdeilt og hafa verið settar fram athugasemdir við það að þeir þrír lögregluþjónar sem munu starfa sérstaklega við þetta eru allir karlmenn. Í tilkynningu segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé sífellt að leita leiða til að bæta þjónustuna og efla tengsl við almenning, ekki síst unga fólkið: „Þar leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk og það hefur embættið nýtt sér óspart, en nýjasta viðbótin í þeim efnum er Instagramsíðan Samfélagslöggur. Henni stýra lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Hreinn Júlíus Ingvarsson og Unnar Þór Bjarnason, en vilji þeirra er að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl hennar við ungt fólk sérstaklega.“Gangi þeim vel að ná til ungra kvenna Í tilkynningu segir jafnframt að þeir félagar búi allir yfir mikilli reynslu þegar lögreglustarfið er annars vegar, en Hreinn og Unnar starfa á lögreglustöðinni í Kópavogi. Birgir vinnur hins vegar að samstarfs- og þróunarverkefni lögreglunnar og Hafnarfjarðarbæjar. View this post on InstagramVið kynnum, andlitin bak við þetta verkefni Fáránlega vinalegir ekki satt? Þeir Unnar, Biggi og Hreinn standa vaktina og munu leyfa ykkur að fylgjast með , taka við ábendingum og svara spurningum sem þið hafið. #samfelagsloggur #lögreglan #police #iceland #breiðholt #kópavogur #hafnarfjörður A post shared by Samfelagsloggur (@samfelagsloggur) on Apr 4, 2019 at 11:46am PDT „Samfélagslöggurnar eru hins vegar rétt að fara af stað og við vonum að þið takið þeim vel, en þremenningarnir eiga örugglega eftir að miðla til ykkar fullt af áhugaverðu efni sem verður á vegi þeirra enda er enginn dagur eins í lífi lögreglumannsins,“ segir í tilkynningunni. Þó Blaðamannafélag Íslands hafi hugsanlega sitthvað við það að athuga að þetta heiti fréttir; frásagnir og tilkynningar af sjálfum sér og sínu, er það ekki atriðið sem stendur í þeim sem vilja sérstaklega gera athugasemdir við þetta framtak á Facebook-síðu lögreglunnar. Heldur er það kynjaskipting á þessari ritstjórn lögreglunnar. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, spyr hvort ekki sé svolítið undarlegt að hafa áhuga á að tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilega áhuga til þess að fá með sér breiðari hóp í verkið: „Sæll Birgir. Er ekki svolítið undarlegt að hafa áhuga á tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilegan áhuga til að fá með sér breiðan hóp í verkið? -Hefurðu í alvörunni engar áhyggjur af því að ykkar sýn og nálgun geti verið skökk, þar sem þið eruð mjög einsleitur hópur?” Fleiri taka í sama streng og er nefnt háðslega: Gangi þeim vel að ná til ungra kvenna.Umberið okkar einhæfa kyn Birgir Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, segir „varðandi þessi kynja komment“ að téð verkefni sé alfarið sprottið af frumkvæði félaganna þriggja. „Við höfum áhuga á þessum málum og þessari nálgun í löggæslu og því fórum við af stað með það,“ segir Birgir í svari. En, Birgir er útskrifaður með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum í Akureyri. Og fjallaði sérstaklega um samfélagsmiðla í lokaritgerð sinni. „Það er grundvallaratriði í svona starfi að þeir sem því sinni gerir það af áhuga. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því og vonum að það fjölgi í þessum hópi í framtíðinni og við erum sannfærðir um að konur verði þar á meðal. Þangað til þá vona ég að þið umberið okkar einhæfa kyn,“ segir Birgir og bætir við einum broskalli.Uppfært klukkan 13:43:Sóley Tómasdóttir hafði samband við ritstjórn og taldi ranglega vitnað til orða sinna og að henni væru gerðar upp skoðanir. Fréttin hefur verið uppfræð að því leyti til að orðum hennar, eins og þau koma fyrir á Facebookvegg lögreglunnar, hefur verið bætt inn í þar sem vísað er sérstaklega til orða hennar. Lesendur sem og Sóley eru beðin velvirðingar á því ef þetta kann að hafa valdið misskilningi. Fjölmiðlar Jafnréttismál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hún vilji láta til sín taka á Instagramsíðu með skemmtilegum fréttum af starfi lögreglumanna. Þetta ætlar hins vegar að reynast umdeilt og hafa verið settar fram athugasemdir við það að þeir þrír lögregluþjónar sem munu starfa sérstaklega við þetta eru allir karlmenn. Í tilkynningu segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé sífellt að leita leiða til að bæta þjónustuna og efla tengsl við almenning, ekki síst unga fólkið: „Þar leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk og það hefur embættið nýtt sér óspart, en nýjasta viðbótin í þeim efnum er Instagramsíðan Samfélagslöggur. Henni stýra lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Hreinn Júlíus Ingvarsson og Unnar Þór Bjarnason, en vilji þeirra er að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl hennar við ungt fólk sérstaklega.“Gangi þeim vel að ná til ungra kvenna Í tilkynningu segir jafnframt að þeir félagar búi allir yfir mikilli reynslu þegar lögreglustarfið er annars vegar, en Hreinn og Unnar starfa á lögreglustöðinni í Kópavogi. Birgir vinnur hins vegar að samstarfs- og þróunarverkefni lögreglunnar og Hafnarfjarðarbæjar. View this post on InstagramVið kynnum, andlitin bak við þetta verkefni Fáránlega vinalegir ekki satt? Þeir Unnar, Biggi og Hreinn standa vaktina og munu leyfa ykkur að fylgjast með , taka við ábendingum og svara spurningum sem þið hafið. #samfelagsloggur #lögreglan #police #iceland #breiðholt #kópavogur #hafnarfjörður A post shared by Samfelagsloggur (@samfelagsloggur) on Apr 4, 2019 at 11:46am PDT „Samfélagslöggurnar eru hins vegar rétt að fara af stað og við vonum að þið takið þeim vel, en þremenningarnir eiga örugglega eftir að miðla til ykkar fullt af áhugaverðu efni sem verður á vegi þeirra enda er enginn dagur eins í lífi lögreglumannsins,“ segir í tilkynningunni. Þó Blaðamannafélag Íslands hafi hugsanlega sitthvað við það að athuga að þetta heiti fréttir; frásagnir og tilkynningar af sjálfum sér og sínu, er það ekki atriðið sem stendur í þeim sem vilja sérstaklega gera athugasemdir við þetta framtak á Facebook-síðu lögreglunnar. Heldur er það kynjaskipting á þessari ritstjórn lögreglunnar. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, spyr hvort ekki sé svolítið undarlegt að hafa áhuga á að tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilega áhuga til þess að fá með sér breiðari hóp í verkið: „Sæll Birgir. Er ekki svolítið undarlegt að hafa áhuga á tengja lögreglu og samfélag betur saman en hafa ekki nægilegan áhuga til að fá með sér breiðan hóp í verkið? -Hefurðu í alvörunni engar áhyggjur af því að ykkar sýn og nálgun geti verið skökk, þar sem þið eruð mjög einsleitur hópur?” Fleiri taka í sama streng og er nefnt háðslega: Gangi þeim vel að ná til ungra kvenna.Umberið okkar einhæfa kyn Birgir Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, segir „varðandi þessi kynja komment“ að téð verkefni sé alfarið sprottið af frumkvæði félaganna þriggja. „Við höfum áhuga á þessum málum og þessari nálgun í löggæslu og því fórum við af stað með það,“ segir Birgir í svari. En, Birgir er útskrifaður með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum í Akureyri. Og fjallaði sérstaklega um samfélagsmiðla í lokaritgerð sinni. „Það er grundvallaratriði í svona starfi að þeir sem því sinni gerir það af áhuga. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því og vonum að það fjölgi í þessum hópi í framtíðinni og við erum sannfærðir um að konur verði þar á meðal. Þangað til þá vona ég að þið umberið okkar einhæfa kyn,“ segir Birgir og bætir við einum broskalli.Uppfært klukkan 13:43:Sóley Tómasdóttir hafði samband við ritstjórn og taldi ranglega vitnað til orða sinna og að henni væru gerðar upp skoðanir. Fréttin hefur verið uppfræð að því leyti til að orðum hennar, eins og þau koma fyrir á Facebookvegg lögreglunnar, hefur verið bætt inn í þar sem vísað er sérstaklega til orða hennar. Lesendur sem og Sóley eru beðin velvirðingar á því ef þetta kann að hafa valdið misskilningi.
Fjölmiðlar Jafnréttismál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent