„Ég var ekki rekinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2019 18:17 Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion. „Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú. Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú.
Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira