Bandaríkjaforseti brigslar um valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 10:09 Trump er sagður ráðfæra sig reglulega við sjónvarpsmanninn Sean Hannity (t.v.). Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43