Misskilningurinn með Passíusálmana Árni Heimir Ingólfsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru lykilverk í íslenskri bókmenntasögu og þeir hljóma um land allt í margs konar samhengi á lönguföstu ár hvert. Það er auðskilið og sjálfsagt að sálmum Hallgríms sé haldið á lofti með slíkum hætti. Um leið er eðlilegt að hver kynslóð finni sína eigin leið til að nálgast menningararfinn og minna á, ræða eða jafnvel deila um erindi hans við samtímann; gildir þá einu hvort um er að ræða til dæmis bókmenntir, tónlist eða myndlist.Lesið, ekki sungið Þó vekur nokkra furðu sá flutningsmáti sem Passíusálmunum er búinn í íslensku menningarlífi á 21. öld. Undanfarin ár og áratugi hefur sú hefð komist á að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa. Í Hallgrímskirkju hefur slíkt verið iðkað allt frá því að kirkjan var vígð; samskonar venja hefur fest rætur í guðshúsum víða um land. Slíkur lestur á líklega að einhverju leyti rætur að rekja til þeirrar hefðar sem Ríkisútvarpið hefur haldið uppi frá árinu 1944 að þar séu Passíusálmarnir lesnir að kvöldlagi í níuviknaföstu, einn á dag. Margir mætir menn og konur hafa þar léð þeim rödd sína: Halldór Laxness, Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Silja Aðalsteinsdóttir svo aðeins séu nefnd fáein nöfn. Það er hins vegar grundvallarmisskilningur á sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar – og raunar á öllum íslenskum sálmakveðskap 17. og 18. aldar – að slíkir textar hafi verið ortir til upplestrar. Sálmar voru ávallt sungnir, hvort heldur var í kirkju eða innan veggja heimilisins. Tónlistin var ekki aukaatriði sem bætt var við eftir á heldur sjálfur grundvöllur kveðskaparins. Skáld ortu beinlínis við tiltekin lög; í sköpun sinni tóku þau mið af bragarhættinum og þurftu að huga að því hvernig áherslur lagsins féllu þegar þau ortu sín íslensku vers. Einnig urðu skáld að gæta að því þegar þau völdu lag að það hæfði yrkisefninu; ekki dugði að yrkja sorgarsálm við glaðlegt lag eða fagnaðarsálm við útfararsöng. Tónlistin var því forsenda og grundvöllur sálmakveðskapar, heil viðbótarvídd sem hverfur þegar sálmar eru lesnir upp sem væru þeir síðari tíma ljóð ætluð til lestrar.„Daglega að syngja?…“ Það að sálmar voru fyrr á öldum ætlaðir til söngs en ekki lestrar í nútímaskilningi má meðal annars sjá af yfirskriftum sálmahandrita þar sem eingöngu eru ritaðir textar. Í handriti af sálmum sem Eiríkur Hallsson orti upp úr Paradísaraldingarði eftir þýska guðfræðinginn Johann Arndt stendur að línurnar séu „í söngvísur mjúklega snúnar“ og á titilsíðu sálmakvers frá árinu 1784 segir að það sé „samansafn helgra sálma og söngvísna til að brúka og kvöld og morgna daglega að syngja í húsi sínu“. Íslendingar voru langt frá því að vera einir um að kjósa fremur að syngja en lesa kvæði. Það var útbreitt viðhorf að söngur væri hinn sanni flutningsmáti trúarkvæða því að söngurinn hreyfði við hjartanu og gerði það móttækilegt fyrir orði Guðs. Guðbrandur Þorláksson biskup ritaði í formála fyrir Sálmabókinni 1589: „Þegar þar kemur til samans mjúk málsnilld orðanna og fagurlegt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá söngur nýjan kraft og gengur dýpra til hjartans og hrærir það og uppvekur til Guðs.“ Þessari skoðun Hólabiskupsins hefur Hallgrímur Pétursson vafalaust deilt. Í eiginhandarriti sínu af Passíusálmunum tiltekur hann hvaða lag skuli syngja við hvaða sálm og er alls um að ræða 36 mismunandi lög. Hallgrímur gaf því „lesendum“ sínum, þ.e. þeim sem vildu syngja sálma hans, allar þær upplýsingar sem þurfti til að söngurinn færi fram með réttum hætti. Söngvarnir sem hann orti Passíusálma sína við eru af ýmsum toga, allt frá fornum hymnum úr kaþólskum sið til lútherskra sálmalaga frá 16. öld. Þessi lög varðveittust hér á landi allt fram á fyrri hluta 20. aldar og hefur Smári Ólason tónlistarfræðingur unnið merkar rannsóknir á sögu þeirra og flutningsmáta sem vert er að gefa gaum.Passíusálmasöngur árið 2020? Metnaðarfullar kirkjusóknir og útvarpsfólk mega gjarnan hrófla við þeirri hefð sem skapast hefur hér á landi undanfarna áratugi en sem á ekkert skylt við ætlun Hallgríms Péturssonar. Á lönguföstu 2020 væri tilvalið að láta upprunalegu lögin við Passíusálmana hljóma á ný í kirkjum landsins og ekki síður fyrir Ríkisútvarpið að breyta út af gömlum vana og láta syngja sálmana í stað þess að lesa þá. Helst ætti auðvitað að syngja sálmana einradda án undirleiks, eins og tíðkaðist hér á landi á 17. öld. Til allrar hamingju er hér enginn hörgull á færum söngvurum. Leikarar landsins þurfa varla að kvíða verkefnaskorti þótt brugðið verði á það ráð að leyfa Passíusálmum Hallgríms Péturssonar að hljóma eins og hann sjálfur hugsaði sér þá – sungna en ekki lesna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru lykilverk í íslenskri bókmenntasögu og þeir hljóma um land allt í margs konar samhengi á lönguföstu ár hvert. Það er auðskilið og sjálfsagt að sálmum Hallgríms sé haldið á lofti með slíkum hætti. Um leið er eðlilegt að hver kynslóð finni sína eigin leið til að nálgast menningararfinn og minna á, ræða eða jafnvel deila um erindi hans við samtímann; gildir þá einu hvort um er að ræða til dæmis bókmenntir, tónlist eða myndlist.Lesið, ekki sungið Þó vekur nokkra furðu sá flutningsmáti sem Passíusálmunum er búinn í íslensku menningarlífi á 21. öld. Undanfarin ár og áratugi hefur sú hefð komist á að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa. Í Hallgrímskirkju hefur slíkt verið iðkað allt frá því að kirkjan var vígð; samskonar venja hefur fest rætur í guðshúsum víða um land. Slíkur lestur á líklega að einhverju leyti rætur að rekja til þeirrar hefðar sem Ríkisútvarpið hefur haldið uppi frá árinu 1944 að þar séu Passíusálmarnir lesnir að kvöldlagi í níuviknaföstu, einn á dag. Margir mætir menn og konur hafa þar léð þeim rödd sína: Halldór Laxness, Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Silja Aðalsteinsdóttir svo aðeins séu nefnd fáein nöfn. Það er hins vegar grundvallarmisskilningur á sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar – og raunar á öllum íslenskum sálmakveðskap 17. og 18. aldar – að slíkir textar hafi verið ortir til upplestrar. Sálmar voru ávallt sungnir, hvort heldur var í kirkju eða innan veggja heimilisins. Tónlistin var ekki aukaatriði sem bætt var við eftir á heldur sjálfur grundvöllur kveðskaparins. Skáld ortu beinlínis við tiltekin lög; í sköpun sinni tóku þau mið af bragarhættinum og þurftu að huga að því hvernig áherslur lagsins féllu þegar þau ortu sín íslensku vers. Einnig urðu skáld að gæta að því þegar þau völdu lag að það hæfði yrkisefninu; ekki dugði að yrkja sorgarsálm við glaðlegt lag eða fagnaðarsálm við útfararsöng. Tónlistin var því forsenda og grundvöllur sálmakveðskapar, heil viðbótarvídd sem hverfur þegar sálmar eru lesnir upp sem væru þeir síðari tíma ljóð ætluð til lestrar.„Daglega að syngja?…“ Það að sálmar voru fyrr á öldum ætlaðir til söngs en ekki lestrar í nútímaskilningi má meðal annars sjá af yfirskriftum sálmahandrita þar sem eingöngu eru ritaðir textar. Í handriti af sálmum sem Eiríkur Hallsson orti upp úr Paradísaraldingarði eftir þýska guðfræðinginn Johann Arndt stendur að línurnar séu „í söngvísur mjúklega snúnar“ og á titilsíðu sálmakvers frá árinu 1784 segir að það sé „samansafn helgra sálma og söngvísna til að brúka og kvöld og morgna daglega að syngja í húsi sínu“. Íslendingar voru langt frá því að vera einir um að kjósa fremur að syngja en lesa kvæði. Það var útbreitt viðhorf að söngur væri hinn sanni flutningsmáti trúarkvæða því að söngurinn hreyfði við hjartanu og gerði það móttækilegt fyrir orði Guðs. Guðbrandur Þorláksson biskup ritaði í formála fyrir Sálmabókinni 1589: „Þegar þar kemur til samans mjúk málsnilld orðanna og fagurlegt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá söngur nýjan kraft og gengur dýpra til hjartans og hrærir það og uppvekur til Guðs.“ Þessari skoðun Hólabiskupsins hefur Hallgrímur Pétursson vafalaust deilt. Í eiginhandarriti sínu af Passíusálmunum tiltekur hann hvaða lag skuli syngja við hvaða sálm og er alls um að ræða 36 mismunandi lög. Hallgrímur gaf því „lesendum“ sínum, þ.e. þeim sem vildu syngja sálma hans, allar þær upplýsingar sem þurfti til að söngurinn færi fram með réttum hætti. Söngvarnir sem hann orti Passíusálma sína við eru af ýmsum toga, allt frá fornum hymnum úr kaþólskum sið til lútherskra sálmalaga frá 16. öld. Þessi lög varðveittust hér á landi allt fram á fyrri hluta 20. aldar og hefur Smári Ólason tónlistarfræðingur unnið merkar rannsóknir á sögu þeirra og flutningsmáta sem vert er að gefa gaum.Passíusálmasöngur árið 2020? Metnaðarfullar kirkjusóknir og útvarpsfólk mega gjarnan hrófla við þeirri hefð sem skapast hefur hér á landi undanfarna áratugi en sem á ekkert skylt við ætlun Hallgríms Péturssonar. Á lönguföstu 2020 væri tilvalið að láta upprunalegu lögin við Passíusálmana hljóma á ný í kirkjum landsins og ekki síður fyrir Ríkisútvarpið að breyta út af gömlum vana og láta syngja sálmana í stað þess að lesa þá. Helst ætti auðvitað að syngja sálmana einradda án undirleiks, eins og tíðkaðist hér á landi á 17. öld. Til allrar hamingju er hér enginn hörgull á færum söngvurum. Leikarar landsins þurfa varla að kvíða verkefnaskorti þótt brugðið verði á það ráð að leyfa Passíusálmum Hallgríms Péturssonar að hljóma eins og hann sjálfur hugsaði sér þá – sungna en ekki lesna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar