Ábyrgðin er yfirvalda Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Við þurfum að draga úr akstri bíla á höfuðborgarsvæðinu um 15 til 50%. Þetta vitum við eftir að sérfræðingahópur HR og HÍ skilaði af sér útreikningum um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030. Undirrituð setti þessa vinnu af stað og voru niðurstöðurnar því fyrst lagðar fram í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Þær sýna að ofuráhersla á rafbílavæðingu þjóðar er ekki rétt forgangsröðun. Til þess að ná þeim lífsnauðsynlegu markmiðum sem við höfum sett okkur þarf fyrst og fremst að breyta ferðavenjum og rafvæða samgöngur. Í ljósi þess að að fjöldi bíla á landinu hefur aldrei verið meiri en nú og að umferð á höfuðborgarsvæðinu er meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið virðist það í fyrstu óklífanlegt fjall að ætla að snúa þeirri þróun við. Þess vegna er þörf á metnaðarfullum aðgerðum sem gera fólki það kleift að breyta ferðavenjum. Rafhjólaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum býðst að fá rafhjól til láns hefur gefið niðurstöður sem vert er að gefa gaum. Á síðasta ári voru 100 rafhjól í boði og sóttu meira en eitt þúsund manns um, Í ár stefnir í að umsóknir verði fleiri en tvö þúsund. Þátttakendur notuðu rafhjólin mest til og frá vinnu, 90% sögðust nota það tvo daga eða fleiri og rúmlega 90% sögðust nota rafhjólið í staðinn fyrir einkabílinn. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að hér er stórt sóknartækifæri. Hjólahraðbrautir sem tengja saman öll helstu hverfin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta orðið eitt af framtíðar-samgöngukerfunum. Í nágrannalöndum okkar fá íbúar styrk frá ríkinu til þess að fjárfesta í rafhjóli. Þar eru líka í boði fjölbreyttar deililausnir fyrir almenning þar sem aðgengi að rafhjólum og öðrum rafvæddum samgöngutækjum er tryggður. Ábyrgðin er okkar og árið 2030 er einungis í 11 ára fjarlægð. Við höfum ekki efni á að bíða. Okkur liggur lífið á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Við þurfum að draga úr akstri bíla á höfuðborgarsvæðinu um 15 til 50%. Þetta vitum við eftir að sérfræðingahópur HR og HÍ skilaði af sér útreikningum um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030. Undirrituð setti þessa vinnu af stað og voru niðurstöðurnar því fyrst lagðar fram í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Þær sýna að ofuráhersla á rafbílavæðingu þjóðar er ekki rétt forgangsröðun. Til þess að ná þeim lífsnauðsynlegu markmiðum sem við höfum sett okkur þarf fyrst og fremst að breyta ferðavenjum og rafvæða samgöngur. Í ljósi þess að að fjöldi bíla á landinu hefur aldrei verið meiri en nú og að umferð á höfuðborgarsvæðinu er meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið virðist það í fyrstu óklífanlegt fjall að ætla að snúa þeirri þróun við. Þess vegna er þörf á metnaðarfullum aðgerðum sem gera fólki það kleift að breyta ferðavenjum. Rafhjólaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum býðst að fá rafhjól til láns hefur gefið niðurstöður sem vert er að gefa gaum. Á síðasta ári voru 100 rafhjól í boði og sóttu meira en eitt þúsund manns um, Í ár stefnir í að umsóknir verði fleiri en tvö þúsund. Þátttakendur notuðu rafhjólin mest til og frá vinnu, 90% sögðust nota það tvo daga eða fleiri og rúmlega 90% sögðust nota rafhjólið í staðinn fyrir einkabílinn. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að hér er stórt sóknartækifæri. Hjólahraðbrautir sem tengja saman öll helstu hverfin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta orðið eitt af framtíðar-samgöngukerfunum. Í nágrannalöndum okkar fá íbúar styrk frá ríkinu til þess að fjárfesta í rafhjóli. Þar eru líka í boði fjölbreyttar deililausnir fyrir almenning þar sem aðgengi að rafhjólum og öðrum rafvæddum samgöngutækjum er tryggður. Ábyrgðin er okkar og árið 2030 er einungis í 11 ára fjarlægð. Við höfum ekki efni á að bíða. Okkur liggur lífið á.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar