Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 18:45 Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10