Ömurlegur kumbaldi sem skyggir á Viðey Ari Brynjólfsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Í deiliskipulagi má byggingin vera 35 metra há. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira