Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif birnadrofn@frettabladid.is skrifar 4. maí 2019 08:30 Jákvæð áhrif af styttri vinnuviku var meðal niðurstaðna tilraunaverkefnis hjá Reykjavíkurborg. Vísir/vilhelm Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent