Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. maí 2019 21:00 Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia. Vísir Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í gær sagði að Isavia væri heimilt að halda flugvél ALC vegna þeirra gjalda sem henni tengjast, en ekki vegna annarra skulda WOW air við Isavia eins og Isavia hafði gert ráð fyrir. Skuld vélarinnar nam um 87 milljónum króna en WOW skuldaði Isavia um tvo milljarða. Með því að vísa málinu til Landsréttar hafnar Isavia tilboði ALC frá því fyrr í dag um að ALC greiði skuldir vélarinnar, sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW í lok mars. Forstjóri Isavia segir lögmenn Isavia telja að það sé misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvunina. Umfjöllun samræmist ekki túlkun ákvæðisins fram að þessu. Standist niðurstaða héraðsdóms gæti Isavia verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands. „Þetta er svona meira íþyngjandi fyrir flugfélög að taka þessa ákvörðun og það getur bara orðið til þess að það getur dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi og haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þetta er áhættan sem við sjáum í þessu því að þetta ákvæði er að hluta til líka sett inn í lög til þess að einfalda þessar ákvarðanir og alla umsýslu í kringum það að fljúga til og frá Íslandi,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Fjármálaráðherra segir Isavia hafa gert ágætlega grein fyrir því af hverju WOW fékk að safna svo miklum skuldum. Þá hafi stjórnvöld ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það er auðvitað slæmt ef það á endanum innheimtast ekki allar kröfur en það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar hafði það að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlega miklar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Rætt var við Odd Ástráðsson, lögmann ALC, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í það hvernig kæra Isavia til Landsréttar blasir við skjólstæðingi hans. „Það blasir náttúrulega bara þannig við að þau eru greinilega ekki sátt við niðurstöðuna sem var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Reykjaness í gær sem er skýr um það að heimild þeirra nær ekki næstum því jafn langt og þau hafa byggt á. Það leiðir enda bara beint af orðalagi lagaákvæðisins í loftferðalögum en þó, við náðum ekki alla leið. Við náðum bara 96 prósent af leiðinni og ALC þarf að greiða þau gjöld sem má rekja beint til notkunar á þessari tilteknu farþegaþotu. Alveg óháð þessari kæru til Landsréttar þá hyggjumst við gera það og krefjast þess í kjölfarið að þotan verði leyst tafarlaust úr haldi,“ sagði Oddur. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í gær sagði að Isavia væri heimilt að halda flugvél ALC vegna þeirra gjalda sem henni tengjast, en ekki vegna annarra skulda WOW air við Isavia eins og Isavia hafði gert ráð fyrir. Skuld vélarinnar nam um 87 milljónum króna en WOW skuldaði Isavia um tvo milljarða. Með því að vísa málinu til Landsréttar hafnar Isavia tilboði ALC frá því fyrr í dag um að ALC greiði skuldir vélarinnar, sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW í lok mars. Forstjóri Isavia segir lögmenn Isavia telja að það sé misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvunina. Umfjöllun samræmist ekki túlkun ákvæðisins fram að þessu. Standist niðurstaða héraðsdóms gæti Isavia verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands. „Þetta er svona meira íþyngjandi fyrir flugfélög að taka þessa ákvörðun og það getur bara orðið til þess að það getur dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi og haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þetta er áhættan sem við sjáum í þessu því að þetta ákvæði er að hluta til líka sett inn í lög til þess að einfalda þessar ákvarðanir og alla umsýslu í kringum það að fljúga til og frá Íslandi,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Fjármálaráðherra segir Isavia hafa gert ágætlega grein fyrir því af hverju WOW fékk að safna svo miklum skuldum. Þá hafi stjórnvöld ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það er auðvitað slæmt ef það á endanum innheimtast ekki allar kröfur en það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar hafði það að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlega miklar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Rætt var við Odd Ástráðsson, lögmann ALC, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í það hvernig kæra Isavia til Landsréttar blasir við skjólstæðingi hans. „Það blasir náttúrulega bara þannig við að þau eru greinilega ekki sátt við niðurstöðuna sem var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Reykjaness í gær sem er skýr um það að heimild þeirra nær ekki næstum því jafn langt og þau hafa byggt á. Það leiðir enda bara beint af orðalagi lagaákvæðisins í loftferðalögum en þó, við náðum ekki alla leið. Við náðum bara 96 prósent af leiðinni og ALC þarf að greiða þau gjöld sem má rekja beint til notkunar á þessari tilteknu farþegaþotu. Alveg óháð þessari kæru til Landsréttar þá hyggjumst við gera það og krefjast þess í kjölfarið að þotan verði leyst tafarlaust úr haldi,“ sagði Oddur.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47