Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 06:35 Uppfært 13:15: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er nýbúið að slökkva í síðustu glæðum. Er slökkvilið nú að ganga frá. Uppfært 10:00: Slökkviðlið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla, en búið er að slökkva eldinn og vinna nú sex slökkviliðsmenn að því að ná járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum. Mikill eldur kom upp í Seljaskóla í nótt og á fimmta tímanum var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu auk bakvaktar og manna á frívakt enn að störfum. Mikið tjón er á einni álmu skólans en þak byggingarinnar féll í brunanum. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um miðnætti og þegar fyrstu menn komu á vettvang var strax ljóst að ráðast þyrfti í umfangsmikið slökkvistarf. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfsins hafi verið mjög erfiðar „Þegar að við komum á vettvang þá logaði mikill eldur í öðrum gaflinum og reykur upp eftir öllum mæninum. Það voru allar stöðvar á leiðinni og fljótlega sást að þetta yrði mikil vinna þannig að það var boðaður út auka mannskapur,“Eins og sjá má er tjónið mikið.Vísir/Jóhann K.Aðstæður til slökkvistarfs mjög erfiðar Hafsteinn segir að eldurinn hafi aðeins logaði í þaki skólans en á milli þaksins og kennslustofa er steypt plata og bætir við að hún hafi haldið. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum á vettvang. Mjög þröngt og erfitt að komast að þessu. Erfitt að koma tækjum að eldinum svo það þurfti að sækja þetta langt að, þetta er það innarlega á skólalóðinni. Við gátum bara sótt á eldinn á einn veg og það var á móti reyk þannig að hér voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum,“ segir Hafsteinn. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum, á svipuðum stað, á stuttum tíma. Um klukkan þrjú í nótt var ákveðið að senda skilaboð til íbúa í nágrenni skólans og nærliggjandi hverfa þar sem íbúar voru hvattir til þess að loka gluggum en mikill reykur lá yfir Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi.Mikill reykur var frá vettvangi og voru íbúar í Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi beðnir um að loka gluggum.Vísir/JóhannKBruninn hafði áhrif á sjúkraflutninga í nótt „Þetta er búið að taka töluvert langan tíma og eins og ég sagði mjög erfiðar aðstæður og erfitt að komast að eldinum. Það var erfitt að rjúfa þakið og um tíma þurfum við að kalla allan mannskap af þakinu því það var farið að gefa sig og þá breyttum við aðeins um aðferð og fórum að slökkva eldinn úr fjarlægð, þannig að við höfum verið að bíða eftir að þakið falli niður svo við getum farið að vinna betur að því að koma klæðningu og öðru af,“ segir Hafsteinn. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna hefur tekið þátt í slökkvistarfi í nótt og segir Hafsteinn að bruninn í nótt hafi haft áhrif á önnur störf slökkviliðsins í nótt en iðulega er mikið að gera í sjúkraflutningum á þessum tíma um helgi. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsVísir/Stöð 2„Ég geri ráð fyrir að það verði nokkur vinna áfram fram undir morgun,“ segir Hafsteinn. Mikið tjón er á byggingunni vegna eldsins en ekki síst heldur vegna reykja, sóts og vatns og þá sérstaklega í þessari álmu skólans. „Það eru eldveggir sitthvoru megin og þeir hafa alveg haldið þannig að þetta breiddist ekkert út. Þetta er staðbundið í þessu þaki. Við náðum eiginlega að varna því að reykur kæmist bygginga en einhver reykur slæddist á milli,“ segir Hafsteinn. Aðstæður á vettvangi í nótt voru erfiðarVísir/JóhannK Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Uppfært 13:15: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er nýbúið að slökkva í síðustu glæðum. Er slökkvilið nú að ganga frá. Uppfært 10:00: Slökkviðlið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla, en búið er að slökkva eldinn og vinna nú sex slökkviliðsmenn að því að ná járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum. Mikill eldur kom upp í Seljaskóla í nótt og á fimmta tímanum var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu auk bakvaktar og manna á frívakt enn að störfum. Mikið tjón er á einni álmu skólans en þak byggingarinnar féll í brunanum. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um miðnætti og þegar fyrstu menn komu á vettvang var strax ljóst að ráðast þyrfti í umfangsmikið slökkvistarf. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfsins hafi verið mjög erfiðar „Þegar að við komum á vettvang þá logaði mikill eldur í öðrum gaflinum og reykur upp eftir öllum mæninum. Það voru allar stöðvar á leiðinni og fljótlega sást að þetta yrði mikil vinna þannig að það var boðaður út auka mannskapur,“Eins og sjá má er tjónið mikið.Vísir/Jóhann K.Aðstæður til slökkvistarfs mjög erfiðar Hafsteinn segir að eldurinn hafi aðeins logaði í þaki skólans en á milli þaksins og kennslustofa er steypt plata og bætir við að hún hafi haldið. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum á vettvang. Mjög þröngt og erfitt að komast að þessu. Erfitt að koma tækjum að eldinum svo það þurfti að sækja þetta langt að, þetta er það innarlega á skólalóðinni. Við gátum bara sótt á eldinn á einn veg og það var á móti reyk þannig að hér voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum,“ segir Hafsteinn. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum, á svipuðum stað, á stuttum tíma. Um klukkan þrjú í nótt var ákveðið að senda skilaboð til íbúa í nágrenni skólans og nærliggjandi hverfa þar sem íbúar voru hvattir til þess að loka gluggum en mikill reykur lá yfir Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi.Mikill reykur var frá vettvangi og voru íbúar í Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi beðnir um að loka gluggum.Vísir/JóhannKBruninn hafði áhrif á sjúkraflutninga í nótt „Þetta er búið að taka töluvert langan tíma og eins og ég sagði mjög erfiðar aðstæður og erfitt að komast að eldinum. Það var erfitt að rjúfa þakið og um tíma þurfum við að kalla allan mannskap af þakinu því það var farið að gefa sig og þá breyttum við aðeins um aðferð og fórum að slökkva eldinn úr fjarlægð, þannig að við höfum verið að bíða eftir að þakið falli niður svo við getum farið að vinna betur að því að koma klæðningu og öðru af,“ segir Hafsteinn. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna hefur tekið þátt í slökkvistarfi í nótt og segir Hafsteinn að bruninn í nótt hafi haft áhrif á önnur störf slökkviliðsins í nótt en iðulega er mikið að gera í sjúkraflutningum á þessum tíma um helgi. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsVísir/Stöð 2„Ég geri ráð fyrir að það verði nokkur vinna áfram fram undir morgun,“ segir Hafsteinn. Mikið tjón er á byggingunni vegna eldsins en ekki síst heldur vegna reykja, sóts og vatns og þá sérstaklega í þessari álmu skólans. „Það eru eldveggir sitthvoru megin og þeir hafa alveg haldið þannig að þetta breiddist ekkert út. Þetta er staðbundið í þessu þaki. Við náðum eiginlega að varna því að reykur kæmist bygginga en einhver reykur slæddist á milli,“ segir Hafsteinn. Aðstæður á vettvangi í nótt voru erfiðarVísir/JóhannK
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira