Segja flugferðir með Trump í Air Force One ígildi þess að vera hnepptur í varðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2019 23:15 Donald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One. Vísir/Getty Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira