Hvað eru tafa- og mengunargjöld? Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 20:00 Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld. Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld.
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31