Samkaup buðust til þess að hafa opið á næturnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Samkaup reka verslanir Nettó. Fréttablaðið/Pjetur Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33