Nýr forseti Úkraínu vill að landar hans taki sér íslenska landsliðið til fyrirmyndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:30 Forseti Úkraínu og það sem hann vill meina að eigi að vera fyrirmynd úkraínsku þjóðarinnar, íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Myndin er samsett. Vísir/Getty Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Úkraína Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Úkraína Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira