Þriðjungur fengið fræðslu um áreitni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Ný könnun sýnir að þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Vísir/getty Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira