Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2019 19:27 Forsetinn vill að einbeiting NASA sé á Mars en ekki tunglinu. Samsett/Getty Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mars. Í sumar verða liðin 50 ár frá því að Neil Armstrong steig fæti á tunglið, fyrstur manna. Armstrong var fyrstur tólf manna sem stigu fæti á tunglið á árunum 1969 til 1972. Voru ferðir þeirra hluti af Apollo verkefni NASA. Nú áætlar NASA að árið 2024 verði haldið til tunglsins til þess að koma þar upp bækistöðvum til þess að auðvelda lengri geimferðir, til dæmis til plánetunnar Mars.We are going to the Moon — to stay. We will build sustainable infrastructure to support missions to Mars and beyond. This is what we’re building. This is what we’re training for. We are going. #Moon2024pic.twitter.com/dgL6NoZ2Rj — NASA (@NASA) May 14, 2019 Donald Trump gagnrýndi stofnunina á Twitter síðu sinni í dag. Trump sagði að miðað við það fjármagn sem NASA er veitt á hverju ári ætti stofnunin ekki að stefna í átt að tunglinu. Slíkt hafi þegar verið gert, fyrir fimmtíu árum síðan, heldur ætti áherslan að vera á stærri og merkilegri hlutum. Þar taldi Trump upp ferðir til Mars, Varnarmál og vísindastarf. Tíst Trump hefur þó vakið athygli netverja en í upptalningu sinni sagði Trump tunglið vera hluta plánetunnar Mars.For all of the money we are spending, NASA should NOT be talking about going to the Moon - We did that 50 years ago. They should be focused on the much bigger things we are doing, including Mars (of which the Moon is a part), Defense and Science! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2019 Líklegt er þó að forsetinn hafi eingöngu átt við að ferð til tunglsins sé hluti af áðurnefndum áætlunum NASA sem viðkomustaður á leiðinni til Mars. Forsetinn hefur þá einnig verið gagnrýndur fyrir stefnu sín um að halda ekki til tunglsins vegna annars tísts hans frá því fyrir tæpum mánuði. Sagði Trump þá að hann hygðist veita miklu fé í NASA til þess að koma Bandaríkjunum, aftur út í geim, á stóran hátt. Gerði Trump þá ráð fyrir 1.6 milljörðum dala til NASA til þess að setja af stað áætlanir um ferðir á Tunglið og Mars.Under my Administration, we are restoring @NASA to greatness and we are going back to the Moon, then Mars. I am updating my budget to include an additional $1.6 billion so that we can return to Space in a BIG WAY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 13, 2019 Vísindamenn, fjölmiðlar og aðrir hafa flykkst til og hafa greint forsetanum frá því að Tunglið sé vissulega ekki hluti af Mars. Mars hefur þó tvö tungl, Fóbos og Deimos.Fact Check: What is the moon? https://t.co/qmavnR0Y54 — The Washington Post (@washingtonpost) June 7, 2019 Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mars. Í sumar verða liðin 50 ár frá því að Neil Armstrong steig fæti á tunglið, fyrstur manna. Armstrong var fyrstur tólf manna sem stigu fæti á tunglið á árunum 1969 til 1972. Voru ferðir þeirra hluti af Apollo verkefni NASA. Nú áætlar NASA að árið 2024 verði haldið til tunglsins til þess að koma þar upp bækistöðvum til þess að auðvelda lengri geimferðir, til dæmis til plánetunnar Mars.We are going to the Moon — to stay. We will build sustainable infrastructure to support missions to Mars and beyond. This is what we’re building. This is what we’re training for. We are going. #Moon2024pic.twitter.com/dgL6NoZ2Rj — NASA (@NASA) May 14, 2019 Donald Trump gagnrýndi stofnunina á Twitter síðu sinni í dag. Trump sagði að miðað við það fjármagn sem NASA er veitt á hverju ári ætti stofnunin ekki að stefna í átt að tunglinu. Slíkt hafi þegar verið gert, fyrir fimmtíu árum síðan, heldur ætti áherslan að vera á stærri og merkilegri hlutum. Þar taldi Trump upp ferðir til Mars, Varnarmál og vísindastarf. Tíst Trump hefur þó vakið athygli netverja en í upptalningu sinni sagði Trump tunglið vera hluta plánetunnar Mars.For all of the money we are spending, NASA should NOT be talking about going to the Moon - We did that 50 years ago. They should be focused on the much bigger things we are doing, including Mars (of which the Moon is a part), Defense and Science! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2019 Líklegt er þó að forsetinn hafi eingöngu átt við að ferð til tunglsins sé hluti af áðurnefndum áætlunum NASA sem viðkomustaður á leiðinni til Mars. Forsetinn hefur þá einnig verið gagnrýndur fyrir stefnu sín um að halda ekki til tunglsins vegna annars tísts hans frá því fyrir tæpum mánuði. Sagði Trump þá að hann hygðist veita miklu fé í NASA til þess að koma Bandaríkjunum, aftur út í geim, á stóran hátt. Gerði Trump þá ráð fyrir 1.6 milljörðum dala til NASA til þess að setja af stað áætlanir um ferðir á Tunglið og Mars.Under my Administration, we are restoring @NASA to greatness and we are going back to the Moon, then Mars. I am updating my budget to include an additional $1.6 billion so that we can return to Space in a BIG WAY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 13, 2019 Vísindamenn, fjölmiðlar og aðrir hafa flykkst til og hafa greint forsetanum frá því að Tunglið sé vissulega ekki hluti af Mars. Mars hefur þó tvö tungl, Fóbos og Deimos.Fact Check: What is the moon? https://t.co/qmavnR0Y54 — The Washington Post (@washingtonpost) June 7, 2019
Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira