Ljós kviknaði eftir hrun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 08:30 Sesselja telur reiðhjólið gjöfult tæki til samgangna. Fyrir nokkrum áratugum keyptum við bara reiðhjól fyrir börnin okkar en áttuðum okkur ekki á því hversu gjöfult það er til samgangna. Menn fóru dálítið ört í þann fasa að það væri gott að vera á einkabílnum og hann fékk gríðarlegan forgang. Svo gerist það í kjölfar hrunsins að það verður þessi ríka vakning og allt í einu kviknar ljós,“ segir Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni sem verður með fyrirlestur í Bókasafni Kópavogs klukkan 12.15 í dag um hjólamenningu á höfuðborgarsvæðinu. Sesselja telur átakið „Hjólum í vinnuna“ hafa skilað mörgum upp á hjólhestinn og síðan haldið þeim þar. „Nýjasta sprengjan eru rafmagnshjólin. Fólk er búið að fatta að það er bara notalegt að renna sér á þeim úr Hafnarfirði inn í Reykjavík á sama tíma og bílarnir eru fastir í umferðinni. Koma svo ferskt og endurnært í vinnuna, án þess að hafa svitnað!“ Fleira jákvætt gerðist eftir hrun að mati Sesselju. Hún nefnir öfluga samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í að byggja upp hjólastíga. „Í dag eru merktar lykilleiðir sem lóðsa fólk úr Mosfellsbæ niður í miðbæ Reykjavíkur og sömuleiðis úr Mosó suður í Hafnarfjörð. Þær voru ekki merktar fyrir nokkrum árum. Þar fyrir utan er markvisst verið að bæta í stígakerfið og byggja það upp þannig að aðgengilegra verði fyrir fólk að nota þennan ferðamáta.“ Sesselja mun koma víða við í sínu erindi á fyrstu hæð bókasafnsins og hlakkar til. „Það verður gaman að vera með fyrirlestur í Bókasafni Kópavogs í dag,“ segir hún. „Því þar fyrir utan er botnlaus umferð!“ Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Fyrir nokkrum áratugum keyptum við bara reiðhjól fyrir börnin okkar en áttuðum okkur ekki á því hversu gjöfult það er til samgangna. Menn fóru dálítið ört í þann fasa að það væri gott að vera á einkabílnum og hann fékk gríðarlegan forgang. Svo gerist það í kjölfar hrunsins að það verður þessi ríka vakning og allt í einu kviknar ljós,“ segir Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni sem verður með fyrirlestur í Bókasafni Kópavogs klukkan 12.15 í dag um hjólamenningu á höfuðborgarsvæðinu. Sesselja telur átakið „Hjólum í vinnuna“ hafa skilað mörgum upp á hjólhestinn og síðan haldið þeim þar. „Nýjasta sprengjan eru rafmagnshjólin. Fólk er búið að fatta að það er bara notalegt að renna sér á þeim úr Hafnarfirði inn í Reykjavík á sama tíma og bílarnir eru fastir í umferðinni. Koma svo ferskt og endurnært í vinnuna, án þess að hafa svitnað!“ Fleira jákvætt gerðist eftir hrun að mati Sesselju. Hún nefnir öfluga samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í að byggja upp hjólastíga. „Í dag eru merktar lykilleiðir sem lóðsa fólk úr Mosfellsbæ niður í miðbæ Reykjavíkur og sömuleiðis úr Mosó suður í Hafnarfjörð. Þær voru ekki merktar fyrir nokkrum árum. Þar fyrir utan er markvisst verið að bæta í stígakerfið og byggja það upp þannig að aðgengilegra verði fyrir fólk að nota þennan ferðamáta.“ Sesselja mun koma víða við í sínu erindi á fyrstu hæð bókasafnsins og hlakkar til. „Það verður gaman að vera með fyrirlestur í Bókasafni Kópavogs í dag,“ segir hún. „Því þar fyrir utan er botnlaus umferð!“
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira