Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 22:11 Ásta Guðrún Helgadóttir sat á þingi fyrir Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum. Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum.
Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira