Þóttist vera lögga, handtók mann en þurfti aðstoð við að rata á lögreglustöðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júní 2019 18:19 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Var mannninum gefið að sök að hafa framkvæmt leit á þremur starfsmönnum hótels í miðborg Reykjavíkur. Eftir leitina tilkynnti hann einum mannanna að hann væri handtekinn og leiddi hann út af hótelinu. Hinn ákærði ýtti þá starfsmanninum í götuna er bíll nálgaðist, gekk síðan áfram með hann að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hinn ákærði var handtekinn skömmu síðar.Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa séð fjóra stráka við hótelið og að einn þeirra hafi boðið honum fíkniefni. Við þetta hafi honum brugðið og það hafi fokið í hann. Sagði hann tvo af mönnunum við hótelið hafa tekið upp lögregluskírteini og sagst vera lögreglumenn. Við það hafi hann tekið skilríkin af þeim og sagt að núna væri hann löggan. Við það hafi hann teymt einn manninn að lögreglustöðinni við Hlemm, engin átök hafi átt sér stað og sagðist hann aðeins hafa verið að framkvæmda borgaralega handtöku.Lögreglustöðin við Hverfisgötu.vísir/anton brinkSá handtekni sagðist hafa óttast um líf sitt Vitnisburður fjórmenninganna sem maðurinn hitti fyrir utan hótelið var hins vegar á aðra leið. Var vitnisburður þeirra nokkuð samhljóða um það að maðurinn hefði komið upp að þeim og spurt þá hvort þeir væru með spítt eða amfetamín. Sagðist hann vera lögreglumaður og sýndi þeim lögregluskírteini sem hann hafði um hálsinn. Töldu þeir allir að maðurinn væri í annarlegu ástandi en að mögulegt væri að hann væri lögreglumaður.Framkvæmdi hann þá leit á þremur þeirra með því að láta þá standa upp við vegg og fór hann í gegnum vasana á fötum þeirra. Sagði hann við aðra starfsmenn sem komi aðvífandi að einn þeirra lægi undir grun í stóru fíkniefnamáli. Tók maðurinn þá í framhandlegg þess starfsmanns hótelsins og dró hann í átt að Rauðarárstíg. Benti starfsmaðurinn þá honum á að lögreglustöðin væri í hina áttina og sneri maðurinn þá við og hélt í átt að lögreglustöðinni.Sagðist starfsmaðurinn hafa óttast um líf sitt og á einum tímapunkti hafi maðurinn reynt að fleygja honum í veg fyrir strætisvagn. Við komuna á lögreglustöðina var maðurinn hins vegar handtekinn. Sagði starfsmaðurinn fyrir dómi að málið hefði haft mikil áhrif á sig, hann finni fyrir óöryggi í stórum hópi fólk auk þess sem hann glímdi við áfallastreituröskun og kvíðaröskun.Maðurinn sem þóttist vera lögreglumaður var handtekinn við komuna á lögreglustöðina.Vísir/VilhelmVar ekki heimilt að framkvæma borgaralega handtöku Vitnisburður annarra vitna renndi að mati Héraðsdóms Reykjavíkur stoðum undir vitnisburð starfsmannsins sem maðurinn reyndi að handtaka. Þá bendi ekkert til þess að starfsmenn hótelsins hafi verið með nokkur fíkniefni eða viðhaft neina þá háttsemi sem réttlæt geti aðgerðir mannsins, því hafi honum ekki verið heimil borgaraleg handtaka.Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot fyrir atvik í októbermánuði á síðasta ári. Maðurinn ók þar bifreið undir áhrifum fíkniefna og mældist í blóði hans amfetamín, MDMA og kannabisefni. Maðurinn var stöðvaður fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og var hann með þrjár MDMA-töflur í fórum sínum.Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, auk þesss sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf hann að greiða um 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Var mannninum gefið að sök að hafa framkvæmt leit á þremur starfsmönnum hótels í miðborg Reykjavíkur. Eftir leitina tilkynnti hann einum mannanna að hann væri handtekinn og leiddi hann út af hótelinu. Hinn ákærði ýtti þá starfsmanninum í götuna er bíll nálgaðist, gekk síðan áfram með hann að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hinn ákærði var handtekinn skömmu síðar.Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa séð fjóra stráka við hótelið og að einn þeirra hafi boðið honum fíkniefni. Við þetta hafi honum brugðið og það hafi fokið í hann. Sagði hann tvo af mönnunum við hótelið hafa tekið upp lögregluskírteini og sagst vera lögreglumenn. Við það hafi hann tekið skilríkin af þeim og sagt að núna væri hann löggan. Við það hafi hann teymt einn manninn að lögreglustöðinni við Hlemm, engin átök hafi átt sér stað og sagðist hann aðeins hafa verið að framkvæmda borgaralega handtöku.Lögreglustöðin við Hverfisgötu.vísir/anton brinkSá handtekni sagðist hafa óttast um líf sitt Vitnisburður fjórmenninganna sem maðurinn hitti fyrir utan hótelið var hins vegar á aðra leið. Var vitnisburður þeirra nokkuð samhljóða um það að maðurinn hefði komið upp að þeim og spurt þá hvort þeir væru með spítt eða amfetamín. Sagðist hann vera lögreglumaður og sýndi þeim lögregluskírteini sem hann hafði um hálsinn. Töldu þeir allir að maðurinn væri í annarlegu ástandi en að mögulegt væri að hann væri lögreglumaður.Framkvæmdi hann þá leit á þremur þeirra með því að láta þá standa upp við vegg og fór hann í gegnum vasana á fötum þeirra. Sagði hann við aðra starfsmenn sem komi aðvífandi að einn þeirra lægi undir grun í stóru fíkniefnamáli. Tók maðurinn þá í framhandlegg þess starfsmanns hótelsins og dró hann í átt að Rauðarárstíg. Benti starfsmaðurinn þá honum á að lögreglustöðin væri í hina áttina og sneri maðurinn þá við og hélt í átt að lögreglustöðinni.Sagðist starfsmaðurinn hafa óttast um líf sitt og á einum tímapunkti hafi maðurinn reynt að fleygja honum í veg fyrir strætisvagn. Við komuna á lögreglustöðina var maðurinn hins vegar handtekinn. Sagði starfsmaðurinn fyrir dómi að málið hefði haft mikil áhrif á sig, hann finni fyrir óöryggi í stórum hópi fólk auk þess sem hann glímdi við áfallastreituröskun og kvíðaröskun.Maðurinn sem þóttist vera lögreglumaður var handtekinn við komuna á lögreglustöðina.Vísir/VilhelmVar ekki heimilt að framkvæma borgaralega handtöku Vitnisburður annarra vitna renndi að mati Héraðsdóms Reykjavíkur stoðum undir vitnisburð starfsmannsins sem maðurinn reyndi að handtaka. Þá bendi ekkert til þess að starfsmenn hótelsins hafi verið með nokkur fíkniefni eða viðhaft neina þá háttsemi sem réttlæt geti aðgerðir mannsins, því hafi honum ekki verið heimil borgaraleg handtaka.Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot fyrir atvik í októbermánuði á síðasta ári. Maðurinn ók þar bifreið undir áhrifum fíkniefna og mældist í blóði hans amfetamín, MDMA og kannabisefni. Maðurinn var stöðvaður fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og var hann með þrjár MDMA-töflur í fórum sínum.Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, auk þesss sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf hann að greiða um 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Sjá meira