Myndband | Þór Þormar vann á heimavelli Bragi Þórðarson skrifar 16. júní 2019 16:30 Þór Þormar Pálsson flaug manna hæst í KFC torfærunni. Bíladagar Orkunnar fara nú fram á Akureyri. Einn af viðburðum hátíðarinnar var önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fór fram í gryfjunum í Glerárdal á laugardaginn. Veðurblíðan undanfarnar vikur setti svip sinn á KFC torfæruna, gríðarlegt ryk var í gryfjunum sem gerði ökumönnum erfitt fyrir. Þrír bílar voru skráðir í Götubílaflokk og var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem stóð uppi sem sigurvegari.Hart barist í sérútbúna flokknumÍ flokki sérútbúinna bíla voru 19 bílar skráðir til leiks. Geir Evert Grímsson leiddi Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni á Hellu. Keppnin byrjaði þó illa fyrir Geir er hann festi bíl sinn, Sleggjuna, strax í fyrsta barði. Hann átti því aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir það og endaði fimmti. Haukur Viðar Einarsson á Heklu endaði þriðji á Hellu. Hann var annar framan af í KFC torfærunni en varð að lokum að sætta sig við þriðja sætið aðra keppnina í röð. Alexander Már Steinarsson fékk Guttann Reborn lánaðan hjá Ingólfi Guðvarðarsyni. Alexander keyrði frábærlega á Akureyri og hrifsaði silfrið af Hauki með frábærum akstri í síðustu braut dagsins.Heimamaðurinn með yfirburðiÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, stóð uppi sem öruggur sigurvegari í sinni heimakeppni. Rétt eins og í Akureyrartorfærunni í fyrra bar akstur hans af og er greinilegt að gryfjurnar í Glerárdal henta honum vel. Úrslitin þýða að Þór Þormar, Geir Evert og Haukur Viðar standa jafnir að stigum í fyrsta sæti Íslandsmótsins. Þriðja umferð mótsins fer fram á Blönduósi eftir tvær vikur og verður hart barist þar. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Bíladagar Orkunnar fara nú fram á Akureyri. Einn af viðburðum hátíðarinnar var önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fór fram í gryfjunum í Glerárdal á laugardaginn. Veðurblíðan undanfarnar vikur setti svip sinn á KFC torfæruna, gríðarlegt ryk var í gryfjunum sem gerði ökumönnum erfitt fyrir. Þrír bílar voru skráðir í Götubílaflokk og var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem stóð uppi sem sigurvegari.Hart barist í sérútbúna flokknumÍ flokki sérútbúinna bíla voru 19 bílar skráðir til leiks. Geir Evert Grímsson leiddi Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni á Hellu. Keppnin byrjaði þó illa fyrir Geir er hann festi bíl sinn, Sleggjuna, strax í fyrsta barði. Hann átti því aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir það og endaði fimmti. Haukur Viðar Einarsson á Heklu endaði þriðji á Hellu. Hann var annar framan af í KFC torfærunni en varð að lokum að sætta sig við þriðja sætið aðra keppnina í röð. Alexander Már Steinarsson fékk Guttann Reborn lánaðan hjá Ingólfi Guðvarðarsyni. Alexander keyrði frábærlega á Akureyri og hrifsaði silfrið af Hauki með frábærum akstri í síðustu braut dagsins.Heimamaðurinn með yfirburðiÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, stóð uppi sem öruggur sigurvegari í sinni heimakeppni. Rétt eins og í Akureyrartorfærunni í fyrra bar akstur hans af og er greinilegt að gryfjurnar í Glerárdal henta honum vel. Úrslitin þýða að Þór Þormar, Geir Evert og Haukur Viðar standa jafnir að stigum í fyrsta sæti Íslandsmótsins. Þriðja umferð mótsins fer fram á Blönduósi eftir tvær vikur og verður hart barist þar.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira