Mæla með að ráðgjafa Trump verði vikið úr embætti Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 17:37 Alríkisstarfsmenn eiga ekki að vera pólitískir þegar þeir koma fram í nafni embættis síns. Það hefur Kellyanne Conway þó ítrekað gert. Vísir/EPA Sjálfstæð eftirlitsstofnun bandarísku alríkisstjórnarinnar mælir með því að Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trump forseta, verði vikið úr opinberu embætti vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna alríkisstarfsmönnum að taka þátt í stjórnmálastarfi. Í skýrslu sem skrifstofa sérstaks lögmanns alríkisstjórnarinnar sem annast innra eftirlit hefur sent Trump forseta kemur fram að Conway hafi ítrekað brotið Hatch-lögin svonefndu með því að „niðra forsetaframbjóðendur demókrata þegar hún talaði í nafni opinbers embættis síns í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum“. Vegna þess að Conway er að mati stofnunarinnar „síbrotamanneskja“ mælir hún með því að henni verið vikið úr opinberu embætti. Það er í höndum Trump forseta að ákveða örlög Conway, að sögn Washington Post. Heimildir blaðsins innan Hvíta hússins herma að Trump sé líklegri til að taka upp hanskann fyrir Conway en refsa henni fyrir lögbrotin. Yfirlögfræðingur Hvíta hússins hefur þegar krafist þess að eftirlitsstofnunin dragi ráðleggingu sína um brottvikingu Conway til baka. Hvíta húsið fullyrðir að niðurstað stofnunarinnar sé meingölluð og brjóti á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Conway. Forstöðumaður skrifstofu sérstaka lögmannsins var skipaður af Trump í embættið. Stofnunin er óháð eftirlitsstofnun sem hefur meðal annars umsjón með framfylgd Hatch-laganna og fleiri reglna um skyldur alríkisstarfsmanna. Það er ekki sama stofnun og skrifstofa sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá.„Bla, bla bla“ Conway er þekkt fyrir að vera einarður málsvari Trump forseta og snúa upp á sannleikann ef svo ber undir. Á meðal ummælanna sem talin eru hafa brotið Hatch-lögin eru þau þegar Conway mærði fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, árið 2017. Hvíta húsið sagði að Conway hefði fengið „ráðgjöf“ eftir það atvik. Í fyrra gerðist Conway í tvígang sek um að brjóta lögin þegar hún lýsti stuðningi við frambjóðanda repúblikana og gagnrýndi frambjóðanda demókrata í aukakosningum um þingsæti í Alabama þegar hún kom fram sem alríkisstarfsmaður. Sex aðrir starfsmenn Hvíta hússins hafa verið taldi brjóta gegn Hatch-lögunum með því að nota opinbera samfélagsmiðlareikninga sína til að senda út pólitísk skilaboð til stuðnings Trump. Conway hefur sjálf gert lítið úr alvarleika lögbrotanna. „Bla, bla, bla. Ef þið eruð að reyna að þagga niður í mér með Hatch-lögunum þá á það ekki eftir að virka. Látið mig vita þegar fangelsisafplánunin hefst,“ sagði hún í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26 Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45 Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Sjálfstæð eftirlitsstofnun bandarísku alríkisstjórnarinnar mælir með því að Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trump forseta, verði vikið úr opinberu embætti vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna alríkisstarfsmönnum að taka þátt í stjórnmálastarfi. Í skýrslu sem skrifstofa sérstaks lögmanns alríkisstjórnarinnar sem annast innra eftirlit hefur sent Trump forseta kemur fram að Conway hafi ítrekað brotið Hatch-lögin svonefndu með því að „niðra forsetaframbjóðendur demókrata þegar hún talaði í nafni opinbers embættis síns í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum“. Vegna þess að Conway er að mati stofnunarinnar „síbrotamanneskja“ mælir hún með því að henni verið vikið úr opinberu embætti. Það er í höndum Trump forseta að ákveða örlög Conway, að sögn Washington Post. Heimildir blaðsins innan Hvíta hússins herma að Trump sé líklegri til að taka upp hanskann fyrir Conway en refsa henni fyrir lögbrotin. Yfirlögfræðingur Hvíta hússins hefur þegar krafist þess að eftirlitsstofnunin dragi ráðleggingu sína um brottvikingu Conway til baka. Hvíta húsið fullyrðir að niðurstað stofnunarinnar sé meingölluð og brjóti á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Conway. Forstöðumaður skrifstofu sérstaka lögmannsins var skipaður af Trump í embættið. Stofnunin er óháð eftirlitsstofnun sem hefur meðal annars umsjón með framfylgd Hatch-laganna og fleiri reglna um skyldur alríkisstarfsmanna. Það er ekki sama stofnun og skrifstofa sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá.„Bla, bla bla“ Conway er þekkt fyrir að vera einarður málsvari Trump forseta og snúa upp á sannleikann ef svo ber undir. Á meðal ummælanna sem talin eru hafa brotið Hatch-lögin eru þau þegar Conway mærði fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, árið 2017. Hvíta húsið sagði að Conway hefði fengið „ráðgjöf“ eftir það atvik. Í fyrra gerðist Conway í tvígang sek um að brjóta lögin þegar hún lýsti stuðningi við frambjóðanda repúblikana og gagnrýndi frambjóðanda demókrata í aukakosningum um þingsæti í Alabama þegar hún kom fram sem alríkisstarfsmaður. Sex aðrir starfsmenn Hvíta hússins hafa verið taldi brjóta gegn Hatch-lögunum með því að nota opinbera samfélagsmiðlareikninga sína til að senda út pólitísk skilaboð til stuðnings Trump. Conway hefur sjálf gert lítið úr alvarleika lögbrotanna. „Bla, bla, bla. Ef þið eruð að reyna að þagga niður í mér með Hatch-lögunum þá á það ekki eftir að virka. Látið mig vita þegar fangelsisafplánunin hefst,“ sagði hún í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26 Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45 Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26
Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45
Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23