Haukur sigraði tilþrifaríka keppni | Myndband Bragi Þórðarson skrifar 30. júní 2019 07:00 Haukur Viðar Einarsson á Heklu leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum. Sveinn Haraldsson Bílaklúbbur Akureyrar hélt þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fram fór á Blönduósi á laugardaginn. Haukur Viðar Einarsson vann sérútbúna flokkinn og reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason vann í flokki götubíla. Það var hörkuslagur um fyrsta sætið í flokki sérútbúinna bíla þar sem 12 ökumenn voru skráðir til leiks. Þremenningarnir Þór Þormar Pálsson, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar sátu allir jafnir á toppi Íslandsmótsins fyrir keppnina. Eftir þrjár brautir voru aðeins 43 stig á milli Hauks sem var efstur, og Geir Everts sem var fjórði.Fjórða braut réði úrslitumRíkjandi Íslandsmeistarinn, Þór Þormar Pálsson, fór fyrstur í fjórðu brautina og komst ekki upp. Haukur Viðar kláraði brautina ásamt Ingólfi Guðvarðarsyni, sá síðarnefndi fékk þó færri refsistig og leiddi nú keppnina. Geir Evert Grímsson var kominn yfir erfiðasta hjallann þegar að startkrans í sjálfskiptingunni í Sleggjunni brotnaði og var Geir því frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi og fór Geir því heim með aðeins tvö stig til Íslandsmeistara. Haukur gaf allt í síðustu brautina en komst ekki upp gríðarbratta lokabarðið. Þór Þormar flaug eins og honum einum er lagið en rétt eins og Haukur kom hann öfuga leið niður. Að venju var það Þór Þormar Pálsson sem stökk manna hæst í torfærunni.Sveinn HaraldssonJöfn keppni allt til endaIngólfi dugði 210 stig úr lokabrautinni til að tryggja sér sigurinn. Örlögin voru hins vegar ekki með Ingólfi sem velti strax á fyrstu hindrun og varð því að sætta sig við annað sætið á eftir Hauki. Þriðji kom Guðmundur Elíasson á Ótemjunni. Frábær árangur hjá hinum átján ára gamla Guðmundi sem hafði aldrei staðið á verðlaunapalli í torfæru fyrr en á laugardaginn. Þór Þormar varð að sætta sig við fjórða sætið. Í þeim fimm keppnum sem Íslandsmeistarinn hefur keppt í sumar hefur hann aðeins einu sinni staðið á verðlaunapalli. Það gerði hann þegar hann vann heimakeppni sína á Akureyri fyrir tveimur vikum. Haukur Viðar hefur hinsvegar alltaf endað á verðlaunapalli í keppnum sumarsins. Fyrsta sæti Hauks þýðir að hann leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum með átta stiga forskot á Þór þegar tvær umferðir eru eftir. Þriðji kemur Ingólfur Guðvarðarson sem þurfti að missa af síðustu keppni og fjórði kemur Geir Evert Grímsson eftir hrakfallir helgarinnar. Nú hafa þrír mismunandi ökumenn unnið fyrstu þrár keppnir ársins og er það í fyrsta skiptið í sjö ár sem það gerist. Steingrímur Bjarnason velti Willys jeppa sínum í gegnum endamark sjöttu brautar.Sveinn HaraldssonSteingrímur Bjarnason í sérflokkiÍ götubílaflokki voru fjórir bílar skráðir til leiks. Þar af Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem hefur verið að keppa í torfæru í 29 ár. Reynslan skilaði sér á Blönduósi er Steingrímur stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran akstur, þá sérstaklega í síðustu brautinni þar sem reynsluboltinn velti í gegnum endamarkið. Steingrímur er nú kominn með 7 stiga forskot á Óskar Jónsson í Íslandsmótinu. Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur í gryfjum við rætur Akrafjalls. Þar vann Haukur Viðar sinn fyrsta sigur í fyrra en Þóri Þormari hefur aldrei gengið vel í gryfjunum. Þór þarf þó á góðum úrslitum að halda ef hann ætlar ekki að missa Hauk of langt frá sér fyrir lokaumferðina sem fram fer á Akureyri, heimabæ Þórs Þormars. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Bílaklúbbur Akureyrar hélt þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fram fór á Blönduósi á laugardaginn. Haukur Viðar Einarsson vann sérútbúna flokkinn og reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason vann í flokki götubíla. Það var hörkuslagur um fyrsta sætið í flokki sérútbúinna bíla þar sem 12 ökumenn voru skráðir til leiks. Þremenningarnir Þór Þormar Pálsson, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar sátu allir jafnir á toppi Íslandsmótsins fyrir keppnina. Eftir þrjár brautir voru aðeins 43 stig á milli Hauks sem var efstur, og Geir Everts sem var fjórði.Fjórða braut réði úrslitumRíkjandi Íslandsmeistarinn, Þór Þormar Pálsson, fór fyrstur í fjórðu brautina og komst ekki upp. Haukur Viðar kláraði brautina ásamt Ingólfi Guðvarðarsyni, sá síðarnefndi fékk þó færri refsistig og leiddi nú keppnina. Geir Evert Grímsson var kominn yfir erfiðasta hjallann þegar að startkrans í sjálfskiptingunni í Sleggjunni brotnaði og var Geir því frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi og fór Geir því heim með aðeins tvö stig til Íslandsmeistara. Haukur gaf allt í síðustu brautina en komst ekki upp gríðarbratta lokabarðið. Þór Þormar flaug eins og honum einum er lagið en rétt eins og Haukur kom hann öfuga leið niður. Að venju var það Þór Þormar Pálsson sem stökk manna hæst í torfærunni.Sveinn HaraldssonJöfn keppni allt til endaIngólfi dugði 210 stig úr lokabrautinni til að tryggja sér sigurinn. Örlögin voru hins vegar ekki með Ingólfi sem velti strax á fyrstu hindrun og varð því að sætta sig við annað sætið á eftir Hauki. Þriðji kom Guðmundur Elíasson á Ótemjunni. Frábær árangur hjá hinum átján ára gamla Guðmundi sem hafði aldrei staðið á verðlaunapalli í torfæru fyrr en á laugardaginn. Þór Þormar varð að sætta sig við fjórða sætið. Í þeim fimm keppnum sem Íslandsmeistarinn hefur keppt í sumar hefur hann aðeins einu sinni staðið á verðlaunapalli. Það gerði hann þegar hann vann heimakeppni sína á Akureyri fyrir tveimur vikum. Haukur Viðar hefur hinsvegar alltaf endað á verðlaunapalli í keppnum sumarsins. Fyrsta sæti Hauks þýðir að hann leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum með átta stiga forskot á Þór þegar tvær umferðir eru eftir. Þriðji kemur Ingólfur Guðvarðarson sem þurfti að missa af síðustu keppni og fjórði kemur Geir Evert Grímsson eftir hrakfallir helgarinnar. Nú hafa þrír mismunandi ökumenn unnið fyrstu þrár keppnir ársins og er það í fyrsta skiptið í sjö ár sem það gerist. Steingrímur Bjarnason velti Willys jeppa sínum í gegnum endamark sjöttu brautar.Sveinn HaraldssonSteingrímur Bjarnason í sérflokkiÍ götubílaflokki voru fjórir bílar skráðir til leiks. Þar af Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem hefur verið að keppa í torfæru í 29 ár. Reynslan skilaði sér á Blönduósi er Steingrímur stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran akstur, þá sérstaklega í síðustu brautinni þar sem reynsluboltinn velti í gegnum endamarkið. Steingrímur er nú kominn með 7 stiga forskot á Óskar Jónsson í Íslandsmótinu. Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur í gryfjum við rætur Akrafjalls. Þar vann Haukur Viðar sinn fyrsta sigur í fyrra en Þóri Þormari hefur aldrei gengið vel í gryfjunum. Þór þarf þó á góðum úrslitum að halda ef hann ætlar ekki að missa Hauk of langt frá sér fyrir lokaumferðina sem fram fer á Akureyri, heimabæ Þórs Þormars.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira