Grænt ljós gefið á framkvæmdir Fram í Úlfarsárdal Andri Eysteinsson skrifar 27. júní 2019 21:52 Teikningar að framtíðarheimili Fram í Úlfarsárdal Mynd/Reykjavíkurborg Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg Reykjavík Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg
Reykjavík Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira