Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu Ari Brynjólfsson skrifar 28. júní 2019 07:30 Meira en helmingur nemenda í 8. til 10. bekk í Reykjavík starfar í Vinnuskólanum í sumar. Hópur þeirra hyggst taka frí á morgun. Fréttablaðið/Valli Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt. „Við erum alls ekki að hvetja alla til að taka þátt í þessu. Það eru rúmlega 40 til 50 krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt í skólaverkfallinu á morgun. Það eru alls ekki allir að fara,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur býðst að taka þátt í umhverfisráði í Borgartúni á morgun. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverfismálum og lýðræði og búa til mótmælaskilti. Í hádeginu munu nemendurnir fara ásamt grænum fræðsluleiðbeinendum úr Borgartúninu að Hallgrímskirkju og taka þátt í verkfalli ungmenna gegn aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Þeir sem taka þátt fá greitt samkvæmt taxta skólans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefðbundnum störfum. Allir nemendur vinnuskólans fá umhverfisfræðslu hjá svokölluðum grænum fræðsluleiðbeinendum. Er það hluti af verkefninu Skólar á grænni grein, en Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut fyrst grænfánann fyrir áratug. Grænir fræðsluleiðbeinendur eru fjögurra manna teymi sem fer á milli vinnuskólanna í sumar. „Þau fara á milli hópanna og fræða nemendur um umhverfismál í víðum skilningi,“ segir Magnús. „Það er líka verið að hvetja nemendurna til að vera virkir, fræða þau um ýmis samfélagsmál, mannréttindi, lýðræði og fleira slíkt. Við leggjum áherslu núna á getu til aðgerða í ljósi þessara skólaverkfalla sem hafa verið í gangi.“ Nemendur í Vinnuskólanum fá einnig fræðslu frá jafningjafræðslu Hins hússins ásamt fræðslu gegn ofbeldi. Margrét Helga Theodórsdóttir, móðir nemanda í vinnuskólanum, segir það hafa komið sér á óvart þegar hún frétti að sonur sinn hafi verið á leiðinni á mótmæli. „Ég hefði viljað betra upplýsingaflæði þegar verið er að gera eitthvað svona út fyrir þetta hefðbundna starf,“ segir Margrét. „Ég hélt að hann ætti að reyta arfa, en líka að fá fræðslu. Þegar þetta er komið út í að búa til kröfuspjöld og fara í mótmæli þá hefði ég helst viljað fá póst.“ Starfsmaður skrifstofu Vinnuskóla Reykjavíkur segir að í gær hafi ekki verið búið að senda dagskrána út til foreldra. Magnús segir að það eigi að vera búið að láta foreldra fá dagskrána. „Það á að vera þannig náttúrulega að foreldrar fái upplýsingar þegar krakkarnir taka þátt í einhverju svona.“ Nemendum í vinnuskólanum fjölgaði um 15 prósent milli ára og eru nú 2.250 nemendur í 8. til 10. bekk skráðir. Starfa þau í þrjár vikur á þremur tímabilum frá júní fram í ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt. „Við erum alls ekki að hvetja alla til að taka þátt í þessu. Það eru rúmlega 40 til 50 krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt í skólaverkfallinu á morgun. Það eru alls ekki allir að fara,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur býðst að taka þátt í umhverfisráði í Borgartúni á morgun. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverfismálum og lýðræði og búa til mótmælaskilti. Í hádeginu munu nemendurnir fara ásamt grænum fræðsluleiðbeinendum úr Borgartúninu að Hallgrímskirkju og taka þátt í verkfalli ungmenna gegn aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Þeir sem taka þátt fá greitt samkvæmt taxta skólans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefðbundnum störfum. Allir nemendur vinnuskólans fá umhverfisfræðslu hjá svokölluðum grænum fræðsluleiðbeinendum. Er það hluti af verkefninu Skólar á grænni grein, en Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut fyrst grænfánann fyrir áratug. Grænir fræðsluleiðbeinendur eru fjögurra manna teymi sem fer á milli vinnuskólanna í sumar. „Þau fara á milli hópanna og fræða nemendur um umhverfismál í víðum skilningi,“ segir Magnús. „Það er líka verið að hvetja nemendurna til að vera virkir, fræða þau um ýmis samfélagsmál, mannréttindi, lýðræði og fleira slíkt. Við leggjum áherslu núna á getu til aðgerða í ljósi þessara skólaverkfalla sem hafa verið í gangi.“ Nemendur í Vinnuskólanum fá einnig fræðslu frá jafningjafræðslu Hins hússins ásamt fræðslu gegn ofbeldi. Margrét Helga Theodórsdóttir, móðir nemanda í vinnuskólanum, segir það hafa komið sér á óvart þegar hún frétti að sonur sinn hafi verið á leiðinni á mótmæli. „Ég hefði viljað betra upplýsingaflæði þegar verið er að gera eitthvað svona út fyrir þetta hefðbundna starf,“ segir Margrét. „Ég hélt að hann ætti að reyta arfa, en líka að fá fræðslu. Þegar þetta er komið út í að búa til kröfuspjöld og fara í mótmæli þá hefði ég helst viljað fá póst.“ Starfsmaður skrifstofu Vinnuskóla Reykjavíkur segir að í gær hafi ekki verið búið að senda dagskrána út til foreldra. Magnús segir að það eigi að vera búið að láta foreldra fá dagskrána. „Það á að vera þannig náttúrulega að foreldrar fái upplýsingar þegar krakkarnir taka þátt í einhverju svona.“ Nemendum í vinnuskólanum fjölgaði um 15 prósent milli ára og eru nú 2.250 nemendur í 8. til 10. bekk skráðir. Starfa þau í þrjár vikur á þremur tímabilum frá júní fram í ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira