Telja hugleiðingar fjármálaráðherra um einkavæðingu Íslandspósts fráleitar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júní 2019 15:00 Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, reynir að telja fjármálaráðherra hughvarf í opnu bréfi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, mótmæla harðlega hugmyndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra um einkavæðingu Íslandspósts. Fyrir einkavæðingu séu engin rök enda sé Íslandspóstur órjúfanlegur hluti af almannaþjónustu. Þetta kemur fram í bréfi BSRB til fjármálaráðherra. Í samtali við fréttablaðið í morgun sagði fjármálaráðherra að þegar umbætur á lagaumgjörð og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts færu að skila árangur væri ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn.Sjá nánar: Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Í bréfinu segir Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri bandalagsins, ljóst að einkavæðing Íslandspósts hefði í för með sér verri þjónustu, aukinn kostnað fyrir almenning auk þess að hafa slæm áhrif á réttindi starfsmanna. „Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira. Þar þarf fyrst og fremst að horfa til þess að almenningi um allt land sé tryggð góð þjónusta. Slíkt er ekki hægt nema almannaþjónustan sé í höndum hins opinbera sem skipuleggi, stýri og fjármagni hana með jafnan rétt almennings að leiðarljósi,“Skortur á stefnumótun sé vandamálið Magnús segir að það sé langur vegur frá að fjárhagsvanda Íslandspósts megi rekja til eignarhalds. Vandamálið sé skortur á stefnumótun. „Nú þegar endurskipulagning fyrirtækisins er framundan er fráleitt að mati bandalagsins að ætla sér að hefja undirbúning að einkavæðingu Íslandspósts. Einkavæðing póstþjónustu í Evrópu hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt með bættri þjónustu og minni kostnaði. Hvetur ráðherra til að hætta við áform um einkavæðingu innviða Þvert á móti hefur hún haft í för með sér verri þjónustu, sér í lagi í dreifbýli, hækkandi gjaldskrár og slæm áhrif á vinnuskilyrði og réttindi starfsfólks. Í öðrum heimshlutum hefur verið snúið af braut einkavæðingar, til dæmis í Argentínu þar sem reynslan af einkavæðingu póstþjónustunnar var hörmuleg“ Magnús hvetur fjármálaráðherra til að hætta við öll áform um frekari einkavæðingu innviða samfélagsins. Alþingi Íslandspóstur Kjaramál Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, mótmæla harðlega hugmyndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra um einkavæðingu Íslandspósts. Fyrir einkavæðingu séu engin rök enda sé Íslandspóstur órjúfanlegur hluti af almannaþjónustu. Þetta kemur fram í bréfi BSRB til fjármálaráðherra. Í samtali við fréttablaðið í morgun sagði fjármálaráðherra að þegar umbætur á lagaumgjörð og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts færu að skila árangur væri ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn.Sjá nánar: Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Í bréfinu segir Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri bandalagsins, ljóst að einkavæðing Íslandspósts hefði í för með sér verri þjónustu, aukinn kostnað fyrir almenning auk þess að hafa slæm áhrif á réttindi starfsmanna. „Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira. Þar þarf fyrst og fremst að horfa til þess að almenningi um allt land sé tryggð góð þjónusta. Slíkt er ekki hægt nema almannaþjónustan sé í höndum hins opinbera sem skipuleggi, stýri og fjármagni hana með jafnan rétt almennings að leiðarljósi,“Skortur á stefnumótun sé vandamálið Magnús segir að það sé langur vegur frá að fjárhagsvanda Íslandspósts megi rekja til eignarhalds. Vandamálið sé skortur á stefnumótun. „Nú þegar endurskipulagning fyrirtækisins er framundan er fráleitt að mati bandalagsins að ætla sér að hefja undirbúning að einkavæðingu Íslandspósts. Einkavæðing póstþjónustu í Evrópu hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt með bættri þjónustu og minni kostnaði. Hvetur ráðherra til að hætta við áform um einkavæðingu innviða Þvert á móti hefur hún haft í för með sér verri þjónustu, sér í lagi í dreifbýli, hækkandi gjaldskrár og slæm áhrif á vinnuskilyrði og réttindi starfsfólks. Í öðrum heimshlutum hefur verið snúið af braut einkavæðingar, til dæmis í Argentínu þar sem reynslan af einkavæðingu póstþjónustunnar var hörmuleg“ Magnús hvetur fjármálaráðherra til að hætta við öll áform um frekari einkavæðingu innviða samfélagsins.
Alþingi Íslandspóstur Kjaramál Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00