Minnkum kolefnissporin Teitur Guðmundsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar