Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 23:48 Acosta hefur tjáð sig um málið á Twitter og kveðst ánægður að málið skuli vera tekið upp á ný. Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. Þegar Acosta gegndi embætti alríkissaksóknara Miami fyrir tólf árum gerði hann afar umdeilt samkomulag við Epstein. Samkomulagið fól það í sér að Epstein gengist við tveimur vægari brotum og í staðinn voru alríkisákærur, sem hefðu getað þyngt dóm hans til muna, felldar niður. Alríkissaksóknar í New York ákærði Epstein fyrir sambærileg brot um helgina Acosta sagði í þessari viku að samkomulagið sem hann gerði við Epstein, sem gerði það að verkum að hann fékk talsvert vægari dóm, hafi verið besta lausnin á flóknu máli og samkomulag af þessu tagi hafi verið gerð um árabil. Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey á laugardaginn og ákærður fyrir að misnota ungar stúlkur kynferðislega. „Glæpirnir sem Epstein framdi eru hræðilegir og ég er ánægður að saksóknarar skulu halda áfram með málið í ljósi nýrra sönnunargagna,“ skrifaði Acosta á Twitter síðastliðinn fimmtudag. Jack Scarola, lögmaður nokkurra fórnalamba Epstein segir Acosta eiga eftir að útskýra margt og vísar afsökunum hans á bug. Donald Trump forseti hefur komið Acosta til varnar en hefur engu að síður sagst ætla að „líta á málið“. Bandaríska blaðið Politico segir að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, þrýsti nú á Trump að láta Acosta fara vegna máls Epstein. Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. Þegar Acosta gegndi embætti alríkissaksóknara Miami fyrir tólf árum gerði hann afar umdeilt samkomulag við Epstein. Samkomulagið fól það í sér að Epstein gengist við tveimur vægari brotum og í staðinn voru alríkisákærur, sem hefðu getað þyngt dóm hans til muna, felldar niður. Alríkissaksóknar í New York ákærði Epstein fyrir sambærileg brot um helgina Acosta sagði í þessari viku að samkomulagið sem hann gerði við Epstein, sem gerði það að verkum að hann fékk talsvert vægari dóm, hafi verið besta lausnin á flóknu máli og samkomulag af þessu tagi hafi verið gerð um árabil. Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey á laugardaginn og ákærður fyrir að misnota ungar stúlkur kynferðislega. „Glæpirnir sem Epstein framdi eru hræðilegir og ég er ánægður að saksóknarar skulu halda áfram með málið í ljósi nýrra sönnunargagna,“ skrifaði Acosta á Twitter síðastliðinn fimmtudag. Jack Scarola, lögmaður nokkurra fórnalamba Epstein segir Acosta eiga eftir að útskýra margt og vísar afsökunum hans á bug. Donald Trump forseti hefur komið Acosta til varnar en hefur engu að síður sagst ætla að „líta á málið“. Bandaríska blaðið Politico segir að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, þrýsti nú á Trump að láta Acosta fara vegna máls Epstein.
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira