Heimsmet í fjölda kvenna í lögreglunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. júlí 2019 09:30 Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu innviða á lögreglustöðinni á Vínlandsleið þar sem starfa 19 konur en 16 karlar. Frettabladid/Stefán „Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira