Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 12:51 Donald Trump og Stormy Daniels. Vísir/Getty Rannsóknargögn bandarísku alríkislögreglunnar benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi tekið virkan þátt í að koma í kring greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Forsetinn hefur neitað því að hafa vitað nokkuð um greiðsluna.Reuters-fréttastofan segir að gögnin sem um ræðir og leynd var létt af í gær hafi verið grundvöllur heimildar sem FBI fékk til að leita á skrifstofum, heimili og hótelherbergi Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump forseta, í fyrra. Cohen greiddi Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband sem hún segist hafa átt í við Trump árið 2006. Trump hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Fyrir greiðsluna til Clifford og annarrar konu var Cohen dæmdur sekur um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Úr gögnunum má sjá samskipti á milli Cohen, Trump, starfsmanna framboðs hans og stjórnendur útgáfufyrirtækisins American Media Inc sem gefur út sorpritið National Enquirer þegar Cohen átti í samningaviðræðum við lögmann Clifford. Eigandi National Enquirer er vinur Trump og stundaði að kaupa rétt á frásögnum um hann og aðra til þess eins að sitja á þeim. Að sögn Reuters benda gögnin einnig til þess að Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hafi mögulega logið að þingnefnd þegar hún sagðist ekki hafa átt neinn þátt í viðræðum framboðsins og Cohen um greiðslu til Clifford. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur sent Hicks bréf og beðið hana um að koma aftur fyrir nefndina til að skýra misræmið. Saksóknarar í New York sem sóttu Cohen til saka segjast hafa lokið rannsókn sinni á þagnargreiðslunum. Hún var talin um tíma beinast að því hvort að starfsmenn fyrirtækis Trump gætu hafa brotið lög. Ekki er útlit fyrir að frekari ákærur verði gefnar út vegna greiðslnanna.FBI documents unsealed on Thursday suggest that Donald Trump was actively involved in engineering a hush-money payment shortly before the 2016 election to a porn actress https://t.co/eXCKn3QkQc via @ReutersTV pic.twitter.com/cX6jf2aKwb— Reuters Top News (@Reuters) July 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Rannsóknargögn bandarísku alríkislögreglunnar benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi tekið virkan þátt í að koma í kring greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Forsetinn hefur neitað því að hafa vitað nokkuð um greiðsluna.Reuters-fréttastofan segir að gögnin sem um ræðir og leynd var létt af í gær hafi verið grundvöllur heimildar sem FBI fékk til að leita á skrifstofum, heimili og hótelherbergi Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump forseta, í fyrra. Cohen greiddi Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband sem hún segist hafa átt í við Trump árið 2006. Trump hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Fyrir greiðsluna til Clifford og annarrar konu var Cohen dæmdur sekur um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Úr gögnunum má sjá samskipti á milli Cohen, Trump, starfsmanna framboðs hans og stjórnendur útgáfufyrirtækisins American Media Inc sem gefur út sorpritið National Enquirer þegar Cohen átti í samningaviðræðum við lögmann Clifford. Eigandi National Enquirer er vinur Trump og stundaði að kaupa rétt á frásögnum um hann og aðra til þess eins að sitja á þeim. Að sögn Reuters benda gögnin einnig til þess að Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hafi mögulega logið að þingnefnd þegar hún sagðist ekki hafa átt neinn þátt í viðræðum framboðsins og Cohen um greiðslu til Clifford. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur sent Hicks bréf og beðið hana um að koma aftur fyrir nefndina til að skýra misræmið. Saksóknarar í New York sem sóttu Cohen til saka segjast hafa lokið rannsókn sinni á þagnargreiðslunum. Hún var talin um tíma beinast að því hvort að starfsmenn fyrirtækis Trump gætu hafa brotið lög. Ekki er útlit fyrir að frekari ákærur verði gefnar út vegna greiðslnanna.FBI documents unsealed on Thursday suggest that Donald Trump was actively involved in engineering a hush-money payment shortly before the 2016 election to a porn actress https://t.co/eXCKn3QkQc via @ReutersTV pic.twitter.com/cX6jf2aKwb— Reuters Top News (@Reuters) July 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58