Tekjur af Vaðlaheiðargöngum miklu lægri en áætlað var Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 11:45 Vesturmunni Vaðlaheiðarganga. Vísir/tryggvi Tekjur af ökumönnum sem fara í gegnum Vaðlaheiðargöng eru um 35 prósent lægri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Að sama skapi hefur umferð um göngin verið undir væntingum, auk þess sem fleiri ökumenn hafa fengið afslátt vegna fyrirframgreiddra ferða en áætlað var. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, telur að ýmsar ástæður kunni að vera fyrir þessari þróun. Haft er eftir honum á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda að framkvæmdir í göngunum kunni að hafa haft áhrif. Jafnframt væri allt eins við því að búast að ökumenn vilji spara sér gjaldið í göngin og aka Víkurskarðið yfir hásumarið og nefnir Valgeir rútur sérstaklega í því samhengi. Nú sé svo komið að um 70 prósent ökumanna nýti Vaðlaheiðargöng en vonir höfðu staðið til að hlutfallið væri um 90 prósent. Hlutfallið hefur því lækkað talsvert frá því að göngin voru opnuð, en í upphafi árs var greint frá því að um 85 prósent ökumanna færi um göngin og aðeins 15 prósent færu um Víkurskarð.Sjá einnig: Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafiÞá segir Valgeir að borið hafi á því að að ferðamenn stöðvi bíla sína fyrir utan göngin vegna þess að þau hafa ekki verið færð inn á landakortin sem ökumennirnir reiða sig á. Vonir standi hins vegar til að vegamerkingar og bætt aðkoma muni auka umferðina um göngin.Villandi merkingar Vegamerkingar við göngin hafa þó sætt gagnrýni af þveröfugri ástæðu. Leiðsögumaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sagði þannig í samtali við Bítið í vor að skilti við Vaðlaheiðargöng væru til þess fallin að blekkja ökumenn og beina þeim inn í göngin, með tilheyrandi gjaldgreiðslu. Í samskiptum við Vísi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að merkingarnar væru þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Ökutæki sem eru 7,5 tonn og yfir greiða 5200 krónur fyrir ferðina. Stök ferð fólkbíls um göngin mun kosta 1500 krónur. 10 ferðir kosta 12.500 krónur eða 1250 krónur ferðin. 40 ferðir kosta 36.000 krónur eða 900 krónur ferðin. 100 ferðir kosta 70.000 krónur eða 700 krónur ferðin. Vaðlaheiðargöng reyndust umtalsvert dýrari en ráð var fyrir gert og varð heildarkostnaður þeirra um 17 milljarðar króna. Akureyri Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. 25. mars 2019 11:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Tekjur af ökumönnum sem fara í gegnum Vaðlaheiðargöng eru um 35 prósent lægri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Að sama skapi hefur umferð um göngin verið undir væntingum, auk þess sem fleiri ökumenn hafa fengið afslátt vegna fyrirframgreiddra ferða en áætlað var. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, telur að ýmsar ástæður kunni að vera fyrir þessari þróun. Haft er eftir honum á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda að framkvæmdir í göngunum kunni að hafa haft áhrif. Jafnframt væri allt eins við því að búast að ökumenn vilji spara sér gjaldið í göngin og aka Víkurskarðið yfir hásumarið og nefnir Valgeir rútur sérstaklega í því samhengi. Nú sé svo komið að um 70 prósent ökumanna nýti Vaðlaheiðargöng en vonir höfðu staðið til að hlutfallið væri um 90 prósent. Hlutfallið hefur því lækkað talsvert frá því að göngin voru opnuð, en í upphafi árs var greint frá því að um 85 prósent ökumanna færi um göngin og aðeins 15 prósent færu um Víkurskarð.Sjá einnig: Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafiÞá segir Valgeir að borið hafi á því að að ferðamenn stöðvi bíla sína fyrir utan göngin vegna þess að þau hafa ekki verið færð inn á landakortin sem ökumennirnir reiða sig á. Vonir standi hins vegar til að vegamerkingar og bætt aðkoma muni auka umferðina um göngin.Villandi merkingar Vegamerkingar við göngin hafa þó sætt gagnrýni af þveröfugri ástæðu. Leiðsögumaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sagði þannig í samtali við Bítið í vor að skilti við Vaðlaheiðargöng væru til þess fallin að blekkja ökumenn og beina þeim inn í göngin, með tilheyrandi gjaldgreiðslu. Í samskiptum við Vísi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að merkingarnar væru þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Ökutæki sem eru 7,5 tonn og yfir greiða 5200 krónur fyrir ferðina. Stök ferð fólkbíls um göngin mun kosta 1500 krónur. 10 ferðir kosta 12.500 krónur eða 1250 krónur ferðin. 40 ferðir kosta 36.000 krónur eða 900 krónur ferðin. 100 ferðir kosta 70.000 krónur eða 700 krónur ferðin. Vaðlaheiðargöng reyndust umtalsvert dýrari en ráð var fyrir gert og varð heildarkostnaður þeirra um 17 milljarðar króna.
Akureyri Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. 25. mars 2019 11:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15
Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15
Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. 25. mars 2019 11:00