Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 14:55 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02