Gildistaka nýju laganna hefur lítil áhrif á milligjöld Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Fréttablaðið/Stefán Ný lög um milligjöld munu hafa lítil áhrif þegar þau taka gildi í byrjun september enda hafa væntingar um setningu laganna endurspeglast í samningum við kaupmenn undanfarin ár. Þetta segir forstjóri Valitor í samtali við Fréttablaðið. Alþingi samþykkti í vor frumvarp til laga um milligjöld sem kveður á um að hámörk leggist á milligjöld sem nemi 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Lögin taka gildi 1. september en nú standa hámörkin í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum. Í mati ráðuneytisins kom fram að lækkun kostnaðar gæti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að áhrifin séu að langmestu leyti komin fram. „Markaðurinn vænti þess að það yrði lækkun árið 2016 en síðan urðu tíð stjórnarskipti og afgreiðsla málsins dróst í takt við það. Í okkar tilfelli hafa samningar við kaupmenn endurspeglað væntingar um þessa lækkun,“ segir Viðar. „Afkoma kortafyrirtækja hefur ekki verið góð á síðustu árum, meðal annars vegna þess að fyrirtækin aðlöguðu sig væntingum um lækkun gjaldanna miklu fyrr en nú er að verða,“ segir Viðar og tekur fram að viðskiptakjörin á Íslandi séu afar góð í alþjóðlegum samanburði. Á móti lækkun milligjalda hafa komið ýmsar kostnaðarhækkanir, meðal annars vegna breyttrar samsetningar þeirra korta sem notuð eru hér á landi. „Síðan hefur áhrif að stýrivextir eru að lækka. Það er vegna þess að hér á landi tíðkast mánaðarleg kortauppgjör þannig að færsluhirðar hafa getað fengið fjármagnstekjur af kortafærslum en jafnframt boðið kaupmönnum lægri þóknanir í staðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Ný lög um milligjöld munu hafa lítil áhrif þegar þau taka gildi í byrjun september enda hafa væntingar um setningu laganna endurspeglast í samningum við kaupmenn undanfarin ár. Þetta segir forstjóri Valitor í samtali við Fréttablaðið. Alþingi samþykkti í vor frumvarp til laga um milligjöld sem kveður á um að hámörk leggist á milligjöld sem nemi 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Lögin taka gildi 1. september en nú standa hámörkin í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum. Í mati ráðuneytisins kom fram að lækkun kostnaðar gæti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að áhrifin séu að langmestu leyti komin fram. „Markaðurinn vænti þess að það yrði lækkun árið 2016 en síðan urðu tíð stjórnarskipti og afgreiðsla málsins dróst í takt við það. Í okkar tilfelli hafa samningar við kaupmenn endurspeglað væntingar um þessa lækkun,“ segir Viðar. „Afkoma kortafyrirtækja hefur ekki verið góð á síðustu árum, meðal annars vegna þess að fyrirtækin aðlöguðu sig væntingum um lækkun gjaldanna miklu fyrr en nú er að verða,“ segir Viðar og tekur fram að viðskiptakjörin á Íslandi séu afar góð í alþjóðlegum samanburði. Á móti lækkun milligjalda hafa komið ýmsar kostnaðarhækkanir, meðal annars vegna breyttrar samsetningar þeirra korta sem notuð eru hér á landi. „Síðan hefur áhrif að stýrivextir eru að lækka. Það er vegna þess að hér á landi tíðkast mánaðarleg kortauppgjör þannig að færsluhirðar hafa getað fengið fjármagnstekjur af kortafærslum en jafnframt boðið kaupmönnum lægri þóknanir í staðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent