Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2019 20:32 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í Nuuk á Grænlandi í gær. Mynd/TV 2, Danmörku. Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir umræðuna vera fáránlega enda sé Grænland ekki danskt heldur tilheyri Grænlendingum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Trump staðfesti í gær frétt Wall Street Journal í síðustu viku um að hann hefði rætt þann möguleika við ráðgjafa sína að kaupa Grænland. „Hugmyndinni var varpað fram og ég sagði að hún væri áhugaverð hernaðarlega. Við sögðumst hafa áhuga og ræddum þetta lítillega. Málið er ekki ofarlega á forgangslistanum,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland.Mynd/AP.Hann taldi raunar að það þyrfti ekki að vera flókið mál að kaupa Grænland af Dönum þegar fréttamenn spurðu hvort hann hygðist láta eitthvað annað landssvæði í skiptum fyrir Grænland eða hvernig hann hygðist standa að kaupunum. „Raunar er þetta risastór fasteignasamningur. Margt er hægt að gera. Danir skaðast mikið. Þeir tapa næstum því 700 milljónum dala árlega. Þeir tapa því miklu fé á þessu. Kaupin myndu styrkja Bandaríkin vel hernaðarlega,“ sagði forsetinn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti hugmyndinni sem fáránlegri í viðtali við danska fjölmiðla í gær en hún er nú stödd á Grænlandi í boði Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. „Ég er alveg sammála Kim Kielsen. Auðvitað er Grænland ekki til sölu,“ sagði Mette Frederiksen í Nuuk í gærkvöldi. „Annars tilheyrir Grænland ekki Danmörku. Grænland er Grænlendinga,“ bætti hún við og sagði að sá tími væri liðinn að lönd og þjóðir væru seld.Frá Grænlandi. Íbúar þessa næsta nágrannalands Íslands eru um 57 þúsund talsins.Mynd/AP.Fyrirhugað er að Mette Frederiksen, ásamt Kim Kielsen, fundi með Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september. Hún segir Dani gjarnan vilja nánara samstarf við Bandaríkin. „Við lítum á Bandaríkin sem mikilvægasta bandalagsríki okkar. Ég hlakka til heimsóknar forsetans og tel hana mikilvæga fyrir tengsl Danmerkur og Bandaríkjanna. Norðurheimskautssvæðið og þar með Grænland verður sífellt mikilvægara, einnig hernaðarlega, svo við viljum jafnvel eiga nánara samstarf við Bandaríkin á Norðurheimskautssvæðinu,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir umræðuna vera fáránlega enda sé Grænland ekki danskt heldur tilheyri Grænlendingum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Trump staðfesti í gær frétt Wall Street Journal í síðustu viku um að hann hefði rætt þann möguleika við ráðgjafa sína að kaupa Grænland. „Hugmyndinni var varpað fram og ég sagði að hún væri áhugaverð hernaðarlega. Við sögðumst hafa áhuga og ræddum þetta lítillega. Málið er ekki ofarlega á forgangslistanum,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland.Mynd/AP.Hann taldi raunar að það þyrfti ekki að vera flókið mál að kaupa Grænland af Dönum þegar fréttamenn spurðu hvort hann hygðist láta eitthvað annað landssvæði í skiptum fyrir Grænland eða hvernig hann hygðist standa að kaupunum. „Raunar er þetta risastór fasteignasamningur. Margt er hægt að gera. Danir skaðast mikið. Þeir tapa næstum því 700 milljónum dala árlega. Þeir tapa því miklu fé á þessu. Kaupin myndu styrkja Bandaríkin vel hernaðarlega,“ sagði forsetinn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti hugmyndinni sem fáránlegri í viðtali við danska fjölmiðla í gær en hún er nú stödd á Grænlandi í boði Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. „Ég er alveg sammála Kim Kielsen. Auðvitað er Grænland ekki til sölu,“ sagði Mette Frederiksen í Nuuk í gærkvöldi. „Annars tilheyrir Grænland ekki Danmörku. Grænland er Grænlendinga,“ bætti hún við og sagði að sá tími væri liðinn að lönd og þjóðir væru seld.Frá Grænlandi. Íbúar þessa næsta nágrannalands Íslands eru um 57 þúsund talsins.Mynd/AP.Fyrirhugað er að Mette Frederiksen, ásamt Kim Kielsen, fundi með Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september. Hún segir Dani gjarnan vilja nánara samstarf við Bandaríkin. „Við lítum á Bandaríkin sem mikilvægasta bandalagsríki okkar. Ég hlakka til heimsóknar forsetans og tel hana mikilvæga fyrir tengsl Danmerkur og Bandaríkjanna. Norðurheimskautssvæðið og þar með Grænland verður sífellt mikilvægara, einnig hernaðarlega, svo við viljum jafnvel eiga nánara samstarf við Bandaríkin á Norðurheimskautssvæðinu,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42