Öfgahægrimenn og andfasistar tókust á í Portland Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 09:23 Stoltu strákarnir stinga niður fána í almenningsgarði í Portland í gær. Yfirskrift samkomunnar var Bindum endi á innlend hryðjuverk. AP/Noah Berger Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira