Dæmdar úr keppni fyrir að leiða hvora aðra í mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 11:00 Jessica Learmonth og Georgia Taylor-Brown fagna hér á verðlaunapalli sem þær fengu ekki að gera á þessu móti. Getty/George Wood/ Jessica Learmonth og Georgia Taylor-Brown komu fyrstar í mark í þríþrautarmóti í Tókýó í Japan en þær fengu þó ekki fyrstu verðlaun heldur voru þær báðar dæmdar úr keppni. Mótið var úrtökumót fyrir Ólympíuleikanna sem fara fram í Tókýó eftir ár. Í þríþraut er keppt í sundi, á hjóli og loks í hlaupi. Eftir allt þetta komu þær Jess Learmonth og Georgia Taylor-Brown á sama tíma í mark og ákváðu að leiðast yfir marklínuna.GB triathlon stars disqualified for crossing finishing line hand-in-handhttps://t.co/3gxsoCKnRe — Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 15, 2019Það er stranglega bannað samkvæmt reglum Alþjóðlega þríþrautarsambandsins voru þær því báðar dæmdar úr leik. Jessica Learmonth er 31 árs gömul og varð Evrópumeistari í þríþraut árið 2017 auk þess að vinna silfur á Evrópumótinu í fyrra. Georgia Taylor-Brown er 25 ára og hefur unnið til verðlaun á heims- og Evrópumeistaramótum unglinga. Þær koma báðar frá Bretlandi. Flora Duffy frá Bermúda græddi mikið á þessu því hún hoppaði úr þriðja sæti upp í það fyrsta. Alice Betto frá Ítalíu (silfur) og Vicky Holland (brons) komust síðan báðar inn á verðlaunapall eftir að þær Jessica og Georgia voru dæmdar úr leik. Efstu konurnar í hlaupinu gátu tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó og þær Jess Learmonth og Georgia Taylor-Brown voru því ekki að keppa á einhverju ómerkilegu eða þýðingarlausu móti. Alice Betto og hin bandaríska Summer Rappaport, sem varð fimmta, tryggði sér báðar farseðilinn til Tókýó með þessum árangri. Bretland Japan Þríþraut Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira
Jessica Learmonth og Georgia Taylor-Brown komu fyrstar í mark í þríþrautarmóti í Tókýó í Japan en þær fengu þó ekki fyrstu verðlaun heldur voru þær báðar dæmdar úr keppni. Mótið var úrtökumót fyrir Ólympíuleikanna sem fara fram í Tókýó eftir ár. Í þríþraut er keppt í sundi, á hjóli og loks í hlaupi. Eftir allt þetta komu þær Jess Learmonth og Georgia Taylor-Brown á sama tíma í mark og ákváðu að leiðast yfir marklínuna.GB triathlon stars disqualified for crossing finishing line hand-in-handhttps://t.co/3gxsoCKnRe — Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 15, 2019Það er stranglega bannað samkvæmt reglum Alþjóðlega þríþrautarsambandsins voru þær því báðar dæmdar úr leik. Jessica Learmonth er 31 árs gömul og varð Evrópumeistari í þríþraut árið 2017 auk þess að vinna silfur á Evrópumótinu í fyrra. Georgia Taylor-Brown er 25 ára og hefur unnið til verðlaun á heims- og Evrópumeistaramótum unglinga. Þær koma báðar frá Bretlandi. Flora Duffy frá Bermúda græddi mikið á þessu því hún hoppaði úr þriðja sæti upp í það fyrsta. Alice Betto frá Ítalíu (silfur) og Vicky Holland (brons) komust síðan báðar inn á verðlaunapall eftir að þær Jessica og Georgia voru dæmdar úr leik. Efstu konurnar í hlaupinu gátu tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó og þær Jess Learmonth og Georgia Taylor-Brown voru því ekki að keppa á einhverju ómerkilegu eða þýðingarlausu móti. Alice Betto og hin bandaríska Summer Rappaport, sem varð fimmta, tryggði sér báðar farseðilinn til Tókýó með þessum árangri.
Bretland Japan Þríþraut Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira