Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins 455 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:03 Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar. Sýn hf. Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins 2019 nam 455 milljónum króna sem er 413 milljóna króna hækkun frá sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið tapaði hins vegar 215 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 og segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu vegna afkomu fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins að afkoma síðasta ársfjórðungs séu vonbrigði. „Fyrri spár stóðust engan veginn. Helstu ástæður eru verðlækkanir og frítilboð á fjarskiptamarkaði auk þess sem kostnaður á fjölmiðlamarkaði var umfram áætlanir,“ segir Heiðar. Hann segir nýja framkvæmdastjórn hafa komið miklu í verk frá því hún tók við síðasta uppgjör í maí. „Við höfum hagrætt mikið í rekstri, en kostnaðarlækkun mun nema yfir 50 milljónum á mánuði þegar hún kemur fram í vetur. Deildir hafa verið sameinaðar, millistjórnendum og almennu starfsfólki hefur fækkað auk þess sem endursamið hefur verið við birgja.“ Í tilkynningu Sýnar kemur fram að tekjur á öðrum ársfjórðungi hafi numið fimm milljörðum króna sem er þrjú prósent lækkun á milli tímabila. Þá lækkuðu tekjur á fyrri helmingi ársins um 189 milljónir króna á milli ára, eða um tvö prósent. Rekstrarhagnaður Sýnar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) fyrstu sex mánuði ársins var tæpir 2,2 milljarðar króna, samanborið við tæpa 2,5 milljarða á fyrri helmingi ársins 2018. Uppfærða EBITDA-horfur fyrir árið 2019 eru um 5,6 milljarðar króna. Nánari upplýsingar um afkomu Sýnar má nálgast hér.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. 20. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins 2019 nam 455 milljónum króna sem er 413 milljóna króna hækkun frá sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið tapaði hins vegar 215 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 og segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu vegna afkomu fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins að afkoma síðasta ársfjórðungs séu vonbrigði. „Fyrri spár stóðust engan veginn. Helstu ástæður eru verðlækkanir og frítilboð á fjarskiptamarkaði auk þess sem kostnaður á fjölmiðlamarkaði var umfram áætlanir,“ segir Heiðar. Hann segir nýja framkvæmdastjórn hafa komið miklu í verk frá því hún tók við síðasta uppgjör í maí. „Við höfum hagrætt mikið í rekstri, en kostnaðarlækkun mun nema yfir 50 milljónum á mánuði þegar hún kemur fram í vetur. Deildir hafa verið sameinaðar, millistjórnendum og almennu starfsfólki hefur fækkað auk þess sem endursamið hefur verið við birgja.“ Í tilkynningu Sýnar kemur fram að tekjur á öðrum ársfjórðungi hafi numið fimm milljörðum króna sem er þrjú prósent lækkun á milli tímabila. Þá lækkuðu tekjur á fyrri helmingi ársins um 189 milljónir króna á milli ára, eða um tvö prósent. Rekstrarhagnaður Sýnar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) fyrstu sex mánuði ársins var tæpir 2,2 milljarðar króna, samanborið við tæpa 2,5 milljarða á fyrri helmingi ársins 2018. Uppfærða EBITDA-horfur fyrir árið 2019 eru um 5,6 milljarðar króna. Nánari upplýsingar um afkomu Sýnar má nálgast hér.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. 20. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08
Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. 20. ágúst 2019 16:30