Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 19:15 Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður. Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður.
Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira