Guðrún nýtur áfram trausts formanns VR Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. ágúst 2019 06:15 Guðrún Johnsen. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bera fullt traust til Guðrúnar Johnsen sem fulltrúa stéttarfélagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna en hún var stjórnarformaður Arion banka þegar breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017. Breytingarnar, sem tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra starfslokagreiðslur til Höskuldar upp á samtals 150 milljónir þegar hann lét af störfum í apríl á þessu ári. Guðrún er meðal þeirra fjögurra sem VR skipaði í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um miðjan ágúst. Áformað er að hún verði næsti stjórnarformaður sjóðsins. Í samtali við Fréttablaðið segist Ragnar Þór „treysta henni fullkomlega“ til þess að taka sæti sem fulltrúi VR í stjórn lífeyrissjóðsins og vinna þar góð verk. „Hún hefur sýnt það og sannað. Ein ákvörðun varðandi þessi starfskjör bankastjórans, sem ég tek fram að mér finnst algjörlega siðlaus, og ég get ekki svarað nákvæmlega hver aðkoma hennar var, breytir því ekki.“ Breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar voru gerðar í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, steig til hliðar í maí 2017. Þá tók Guðrún, sem hafði áður verið varaformaður stjórnarinnar, við formennsku og gegndi hlutverkinu tímabundið frá maí til júní 2017. Leiddi hún vinnu stjórnarinnar við breytingarnar á samningi Höskuldar. Þær voru samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans, meðal annars fulltrúa Bankasýslu ríkisins. Ragnar Þór brást hart við fréttum af starfslokagreiðslu Höskuldar og benti á að hún jafngilti lágmarkslaunum í 40 ár. „Þetta var greiðsla fyrir að hætta störfum vegna þess að afkoma bankans, undir hans stjórn, var undir væntingum,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína. Ragnar Þór segist hafa verið meðvitaður um að Guðrún hafi setið í stjórn bankans þegar breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi Höskuldar en segist ekki vera viss um hvenær bætt var við uppsagnarfrestinn eða hver aðkoma Guðrúnar að því hafi verið. „Við gerðum okkur hins vegar fulla grein fyrir störfum hennar sem stjórnarmanns þegar hún gerði athugasemdir við Bakkavararmálið þar sem lífeyrissjóðir, ríkisbankinn og ríkið urðu hugsanlega af 50 milljörðum króna í viðskiptum sínum við bræðurna,“ segir Ragnar og vísar þar til sölu á eignarhlut Arion banka og lífeyrissjóða í matvælafyrirtækinu Bakkavör til stofnenda fyrirtækisins í janúar 2016. Fram kom í minnisblaði sem Bankasýslan skrifaði fjármálaráðuneytinu, og Markaðurinn greindi frá síðasta haust, að Guðrún hefði greitt atkvæði gegn sölunni í Bakkavör og lagt til að gerð yrði könnun á söluferlinu. Sú tillaga var felld. Þá segir Ragnar Þór einnig að aðkoma Guðrúnar að „rannsóknarskýrslu Alþingis geri hana að einum hæfasta stjórnanda sem ég þekki til og myndi vilja sjá innan stjórnar lífeyrissjóðsins. Hún hefur fáheyrða innsýn inn í fjármálakerfið.“ Markmiðið með þeim breytingum sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta hans fram að útboði og skráningu og í framhaldi af henni. Kirstín Þ. Flygenring, sem var fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn bankans á þeim tíma, lét hafa það eftir sér í Fréttablaðinu að hún hefði „átt við ofurefli að etja“ þegar breytingarnar voru samþykktar í stjórn. „Mér fannst of vel í lagt“ en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þegar Monica Caneman hætti sem stjórnarformaður. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ sagði Kirstín. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bera fullt traust til Guðrúnar Johnsen sem fulltrúa stéttarfélagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna en hún var stjórnarformaður Arion banka þegar breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017. Breytingarnar, sem tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra starfslokagreiðslur til Höskuldar upp á samtals 150 milljónir þegar hann lét af störfum í apríl á þessu ári. Guðrún er meðal þeirra fjögurra sem VR skipaði í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um miðjan ágúst. Áformað er að hún verði næsti stjórnarformaður sjóðsins. Í samtali við Fréttablaðið segist Ragnar Þór „treysta henni fullkomlega“ til þess að taka sæti sem fulltrúi VR í stjórn lífeyrissjóðsins og vinna þar góð verk. „Hún hefur sýnt það og sannað. Ein ákvörðun varðandi þessi starfskjör bankastjórans, sem ég tek fram að mér finnst algjörlega siðlaus, og ég get ekki svarað nákvæmlega hver aðkoma hennar var, breytir því ekki.“ Breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar voru gerðar í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, steig til hliðar í maí 2017. Þá tók Guðrún, sem hafði áður verið varaformaður stjórnarinnar, við formennsku og gegndi hlutverkinu tímabundið frá maí til júní 2017. Leiddi hún vinnu stjórnarinnar við breytingarnar á samningi Höskuldar. Þær voru samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans, meðal annars fulltrúa Bankasýslu ríkisins. Ragnar Þór brást hart við fréttum af starfslokagreiðslu Höskuldar og benti á að hún jafngilti lágmarkslaunum í 40 ár. „Þetta var greiðsla fyrir að hætta störfum vegna þess að afkoma bankans, undir hans stjórn, var undir væntingum,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína. Ragnar Þór segist hafa verið meðvitaður um að Guðrún hafi setið í stjórn bankans þegar breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi Höskuldar en segist ekki vera viss um hvenær bætt var við uppsagnarfrestinn eða hver aðkoma Guðrúnar að því hafi verið. „Við gerðum okkur hins vegar fulla grein fyrir störfum hennar sem stjórnarmanns þegar hún gerði athugasemdir við Bakkavararmálið þar sem lífeyrissjóðir, ríkisbankinn og ríkið urðu hugsanlega af 50 milljörðum króna í viðskiptum sínum við bræðurna,“ segir Ragnar og vísar þar til sölu á eignarhlut Arion banka og lífeyrissjóða í matvælafyrirtækinu Bakkavör til stofnenda fyrirtækisins í janúar 2016. Fram kom í minnisblaði sem Bankasýslan skrifaði fjármálaráðuneytinu, og Markaðurinn greindi frá síðasta haust, að Guðrún hefði greitt atkvæði gegn sölunni í Bakkavör og lagt til að gerð yrði könnun á söluferlinu. Sú tillaga var felld. Þá segir Ragnar Þór einnig að aðkoma Guðrúnar að „rannsóknarskýrslu Alþingis geri hana að einum hæfasta stjórnanda sem ég þekki til og myndi vilja sjá innan stjórnar lífeyrissjóðsins. Hún hefur fáheyrða innsýn inn í fjármálakerfið.“ Markmiðið með þeim breytingum sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta hans fram að útboði og skráningu og í framhaldi af henni. Kirstín Þ. Flygenring, sem var fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn bankans á þeim tíma, lét hafa það eftir sér í Fréttablaðinu að hún hefði „átt við ofurefli að etja“ þegar breytingarnar voru samþykktar í stjórn. „Mér fannst of vel í lagt“ en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þegar Monica Caneman hætti sem stjórnarformaður. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ sagði Kirstín.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira