Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Angela Merkel Þýskalandskanslari í Viðey í gær. Fréttablaðið/Ernir Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira