Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. ágúst 2019 20:10 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, umkringdur fréttamönnum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Hörpu í dag. Hér svarar hann spurningum fréttamanns Stöðvar 2. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42