Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2019 20:53 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur skoðar fjallhrapið úr þyrlu Norðurflugs yfir Tungnakvíslarjökli. Stöð 2/KMU. Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. Kenningar eru um að þetta stafi annaðhvort af því að skriðjökull sé að hörfa eða að kvikugúll í Kötlu sé að rísa undir fjallinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Fjallhrapið er við Tungnakvíslarjökul.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Tungnakvíslarjökull er einn þeirra skriðjökla sem ganga út úr vestanverðum Mýrdalsjökli inn af Þórsmörk og Goðalandi. Ekki eru nema nokkrar vikur frá því vísindamenn tóku eftir því að þar er í gangi atburður sem Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur lýsir sem meiriháttar; þar er heil fjallshlíð að skríða fram.Horft úr Goðalandi í átt til Mýrdalsjökuls.Mynd/Einar Árnason.„Þetta er með stærri atburðum af þessu tagi sem við þekkjum. Þarna eru miklar breytingar í gangi. Það er nýbúið að koma þarna fyrir mælitæki sem sýnir núna að þessi skriða skríður fram um þrjá millimetra á dag, núna þessa dagana. Suma daga er það örugglega miklu meira. Þarna er sem sé fjallhrap í gangi,“ segir Páll. Til að skoða aðstæður flugum við með Páli inn í Teigstungur og Guðrúnartungur að Tungnakvíslarjökli, sem er undan Goðabungu, en vísindamenn áætla að fjallið utan í norðanverðum skriðjöklinum hafi á nokkrum áratugum lækkað og skriðið fram um 180 metra.Séð niður með Tungnakvíslarjökli til norðurs. Skriðan mikla er beint framundan. Svæðið nefnist Teigstungur og Teigstungnaháls og fjallið kallast Moldi.Stöð 2/KMU.„Þar er að ganga fram gríðarleg skriða. Þetta er hægfara skriða, það er að segja, þessir 180 metrar hafa verið síðan 1945 eða 1960. Þetta kemur fram á loftmyndum frá þeim tíma.“ Þessu var fyrst lýst um mitt sumar í minnisblaði Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem athygli Almannavarna var vakin á málinu. En getur verið að þessi atburður sé hugsanlega tengdur eldvirkni í Kötlu?Horft upp með fjallinu Molda, sem hefur skriðið niður um 180 metra frá miðri síðustu öld. Skriðjökullinn til hægri gengur niður frá Goðabungu í Mýrdalsjökli.Stöð 2/KMU.„Það eru tvær kenningar í gangi. Eitt er það að það sé jöklahörfunin sem ýti undir þetta. Að jökullinn sem er undir fjallinu, eða neðan við fjallið, styðji ekki nógu vel við lengur og þessvegna skríði fjallið fram. Hin hugmyndin er að þetta sé í rauninni verk Kötlu. Þarna sé að rísa kvikugúll undir fjallinu.“ Sé sú kenning rétt að þarna sé kvikugúll að þenjast út, svokallaður leynigúll, gæti þetta endað með eldgosi.Páll Einarsson í viðtali við Stöð 2 við Hótel Rangá á Rangárvöllum. Fjær sést í Eyjafjallajökul.Stöð 2/Einar Árnason.„Leynigúll er náttúrlega það sem gjarnan fylgir eldstöðvum eins og Kötlu. Katla er umkringd slíkum hlutum, hraungúlum sem koma upp á yfirborðið. Og áður en þeir koma upp á yfirborðið þá köllum við þá leynigúla,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. 8. september 2019 13:33 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. Kenningar eru um að þetta stafi annaðhvort af því að skriðjökull sé að hörfa eða að kvikugúll í Kötlu sé að rísa undir fjallinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Fjallhrapið er við Tungnakvíslarjökul.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Tungnakvíslarjökull er einn þeirra skriðjökla sem ganga út úr vestanverðum Mýrdalsjökli inn af Þórsmörk og Goðalandi. Ekki eru nema nokkrar vikur frá því vísindamenn tóku eftir því að þar er í gangi atburður sem Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur lýsir sem meiriháttar; þar er heil fjallshlíð að skríða fram.Horft úr Goðalandi í átt til Mýrdalsjökuls.Mynd/Einar Árnason.„Þetta er með stærri atburðum af þessu tagi sem við þekkjum. Þarna eru miklar breytingar í gangi. Það er nýbúið að koma þarna fyrir mælitæki sem sýnir núna að þessi skriða skríður fram um þrjá millimetra á dag, núna þessa dagana. Suma daga er það örugglega miklu meira. Þarna er sem sé fjallhrap í gangi,“ segir Páll. Til að skoða aðstæður flugum við með Páli inn í Teigstungur og Guðrúnartungur að Tungnakvíslarjökli, sem er undan Goðabungu, en vísindamenn áætla að fjallið utan í norðanverðum skriðjöklinum hafi á nokkrum áratugum lækkað og skriðið fram um 180 metra.Séð niður með Tungnakvíslarjökli til norðurs. Skriðan mikla er beint framundan. Svæðið nefnist Teigstungur og Teigstungnaháls og fjallið kallast Moldi.Stöð 2/KMU.„Þar er að ganga fram gríðarleg skriða. Þetta er hægfara skriða, það er að segja, þessir 180 metrar hafa verið síðan 1945 eða 1960. Þetta kemur fram á loftmyndum frá þeim tíma.“ Þessu var fyrst lýst um mitt sumar í minnisblaði Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem athygli Almannavarna var vakin á málinu. En getur verið að þessi atburður sé hugsanlega tengdur eldvirkni í Kötlu?Horft upp með fjallinu Molda, sem hefur skriðið niður um 180 metra frá miðri síðustu öld. Skriðjökullinn til hægri gengur niður frá Goðabungu í Mýrdalsjökli.Stöð 2/KMU.„Það eru tvær kenningar í gangi. Eitt er það að það sé jöklahörfunin sem ýti undir þetta. Að jökullinn sem er undir fjallinu, eða neðan við fjallið, styðji ekki nógu vel við lengur og þessvegna skríði fjallið fram. Hin hugmyndin er að þetta sé í rauninni verk Kötlu. Þarna sé að rísa kvikugúll undir fjallinu.“ Sé sú kenning rétt að þarna sé kvikugúll að þenjast út, svokallaður leynigúll, gæti þetta endað með eldgosi.Páll Einarsson í viðtali við Stöð 2 við Hótel Rangá á Rangárvöllum. Fjær sést í Eyjafjallajökul.Stöð 2/Einar Árnason.„Leynigúll er náttúrlega það sem gjarnan fylgir eldstöðvum eins og Kötlu. Katla er umkringd slíkum hlutum, hraungúlum sem koma upp á yfirborðið. Og áður en þeir koma upp á yfirborðið þá köllum við þá leynigúla,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. 8. september 2019 13:33 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00
Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. 8. september 2019 13:33