Emre Can og Mandzukic komust ekki í Meistaradeildarhóp Juventus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 13:30 Emre Can og Cristiano Ronaldo fagna marki með Mario Mandzukic. Getty/Gabriele Maltinti Breiddin mikil hjá liði Juventus og gott dæmi um það eru stóru nöfnin sem þurfa að sætta sig við það að komast ekki í Meistaradeildarhópinn hjá liðinu. Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, varð að skilja þá Emre Can og Mario Mandzukic eftir þegar hann tilkynnti 22 manna hóp sinn fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Mario Mandzukic skoraði fyrir Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2017 og hinn 25 ára gamli Emre Can kom til Juventus frá Liverpool í júní 2018.Juventus will try to sell Mario Mandzukic and Emre Can in the January transfer window after both players were left out of their Champions League squad pic.twitter.com/I5edcNp4X1 — Goal (@goal) September 4, 2019 Það leit út fyrir að Mario Mandzukic væri á förum í sumar og var hann meðal annars orðaður við Manchester United. Fyrirliðinn Giorgio Chiellini er ekki heldur í hópnum en hann glímir við alvarlega hnémeiðsli. Sex nýir leikmenn Juventus eru í Meistaradeildarhópnum og þar á meðal er velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey sem hefur ekki enn spilað með liðinu á leiktíðinni. Emre Can tjáði sig um þetta í viðtali við Bild og sagðist vera mjög reiður. „Samtalið okkar stóð varla í eina mínútu og ég fékk enga skýringu,“ sagði Emre Can við blaðamann Bild. Juventus er í riðli með spænska liðinu Atletico Madrid, þýska liðnu Bayer Leverkusen og rússneska liðinu Lokomotiv Moskvu."It makes me angry and upset." Emre Can had some strong words after being dropped from Juventus' Champions League group stage squad. pic.twitter.com/l7FY0AB285 — Squawka News (@SquawkaNews) September 4, 2019 Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Breiddin mikil hjá liði Juventus og gott dæmi um það eru stóru nöfnin sem þurfa að sætta sig við það að komast ekki í Meistaradeildarhópinn hjá liðinu. Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, varð að skilja þá Emre Can og Mario Mandzukic eftir þegar hann tilkynnti 22 manna hóp sinn fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Mario Mandzukic skoraði fyrir Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2017 og hinn 25 ára gamli Emre Can kom til Juventus frá Liverpool í júní 2018.Juventus will try to sell Mario Mandzukic and Emre Can in the January transfer window after both players were left out of their Champions League squad pic.twitter.com/I5edcNp4X1 — Goal (@goal) September 4, 2019 Það leit út fyrir að Mario Mandzukic væri á förum í sumar og var hann meðal annars orðaður við Manchester United. Fyrirliðinn Giorgio Chiellini er ekki heldur í hópnum en hann glímir við alvarlega hnémeiðsli. Sex nýir leikmenn Juventus eru í Meistaradeildarhópnum og þar á meðal er velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey sem hefur ekki enn spilað með liðinu á leiktíðinni. Emre Can tjáði sig um þetta í viðtali við Bild og sagðist vera mjög reiður. „Samtalið okkar stóð varla í eina mínútu og ég fékk enga skýringu,“ sagði Emre Can við blaðamann Bild. Juventus er í riðli með spænska liðinu Atletico Madrid, þýska liðnu Bayer Leverkusen og rússneska liðinu Lokomotiv Moskvu."It makes me angry and upset." Emre Can had some strong words after being dropped from Juventus' Champions League group stage squad. pic.twitter.com/l7FY0AB285 — Squawka News (@SquawkaNews) September 4, 2019
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira