Margdæmdur ofbeldismaður ákærður fyrir að koma ekki barnsmóður til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2019 12:44 Konan fannst látin í íbúð í Reykjavík að kvöldi 24. janúar 2018. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. Maðurinn er margdæmdur ofbeldismaður en mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. september. Ákæran hefur ekki verið birt honum og hefur fréttastofa því ekki fengið hana afhenta.RÚV greindi fyrst frá ákærunni í fréttum í gær. Grein laganna sem ákært er fyrir brot gegn er 221. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt íslenskum lögum hvílir sú skylda á mönnum að koma náunganum til hjálpar sé hann í nauðum, eða orðrétt:Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Lögregla leitaði mannsins daginn eftir að hún fannst látin. Fannst hann að kvöldi dags og var handtekinn. Móðir mannsins tjáði fréttastofu við það tilefni að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar. Konan sem lést var fjögurra barna móðir. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30 Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. Maðurinn er margdæmdur ofbeldismaður en mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. september. Ákæran hefur ekki verið birt honum og hefur fréttastofa því ekki fengið hana afhenta.RÚV greindi fyrst frá ákærunni í fréttum í gær. Grein laganna sem ákært er fyrir brot gegn er 221. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt íslenskum lögum hvílir sú skylda á mönnum að koma náunganum til hjálpar sé hann í nauðum, eða orðrétt:Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Lögregla leitaði mannsins daginn eftir að hún fannst látin. Fannst hann að kvöldi dags og var handtekinn. Móðir mannsins tjáði fréttastofu við það tilefni að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar. Konan sem lést var fjögurra barna móðir.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30 Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30
Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45