Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 16:25 Reykur stígur upp frá Abqaiq-olíulindinni í Buqyaq í Sádi-Arabíu á laugardag. Drónaárásir voru gerðar á tvær stærstu olíulindir landsins þar sem um 5% af hráolíu heimsins eru framleidd. AP/Al-Arabiya Talsmaður sádiarabíska hersins fullyrðir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að írönsk vopn hafi verið notuð við loftárásir á olíulindir þar á laugardag. Sádar hafna því að uppreisnarmenn Húta í Jemen hafi staðið að árásinni. Talið er að drónar hafi verið notaðir við árásir á tvær af stærstu olíulindum Sádi-Arabíu á laugardag. Árásirnar leiddu til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim. Því hafa stjórnvöld í Teheran hafnað alfarið. Turki al-Malki, herforingi í sádiarabíska hernum og talsmaður bandalagsher Sáda í Jemen, sagði í sjónvarpsávarpi að árásirnar hafi ekki verið gerðar frá Jemen. Rannsókn stæði yfir á hvaðan þeim var stýrt, að sögn Washington Post. „Rannsóknin heldur áfram og allt bendir til þess að vopnin sem var notuð í báðum árásum hafi komið frá Íran,“ sagði Malki.Hafa ekki lagt fram sannanir um hver ber ábyrgð Rannsakendur Bandaríkjahers eru sagðir komnir til Sádi-Arabíu til að rannsaka hvaða vopn voru notuð við árásirnar. Þeir gangi út frá því að árásirnar hafi hvorki verið gerðar frá Jemen né Íran. Hvorki Sádar né Bandaríkjamenn hafa þó lagt fram sannanir fyrir aðild Írana umfram gervihnattamyndir af árásarstaðnum, að sögn New York Times. Hútar, sem njóta stuðnings Írana, hafa hótað frekari árásum í Sádi-Arabíu. Ráðist gæti verið á fleiri olíulindir ríkisolíufyrirtækis Sáda Aramco „hvenær sem er“. Þeir hafa heldur ekki lagt fram sannanir fyrir að þeir hafi staðið að árásunum.Sjá einnig:Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum. Bandaríkin Íran Jemen Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Talsmaður sádiarabíska hersins fullyrðir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að írönsk vopn hafi verið notuð við loftárásir á olíulindir þar á laugardag. Sádar hafna því að uppreisnarmenn Húta í Jemen hafi staðið að árásinni. Talið er að drónar hafi verið notaðir við árásir á tvær af stærstu olíulindum Sádi-Arabíu á laugardag. Árásirnar leiddu til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim. Því hafa stjórnvöld í Teheran hafnað alfarið. Turki al-Malki, herforingi í sádiarabíska hernum og talsmaður bandalagsher Sáda í Jemen, sagði í sjónvarpsávarpi að árásirnar hafi ekki verið gerðar frá Jemen. Rannsókn stæði yfir á hvaðan þeim var stýrt, að sögn Washington Post. „Rannsóknin heldur áfram og allt bendir til þess að vopnin sem var notuð í báðum árásum hafi komið frá Íran,“ sagði Malki.Hafa ekki lagt fram sannanir um hver ber ábyrgð Rannsakendur Bandaríkjahers eru sagðir komnir til Sádi-Arabíu til að rannsaka hvaða vopn voru notuð við árásirnar. Þeir gangi út frá því að árásirnar hafi hvorki verið gerðar frá Jemen né Íran. Hvorki Sádar né Bandaríkjamenn hafa þó lagt fram sannanir fyrir aðild Írana umfram gervihnattamyndir af árásarstaðnum, að sögn New York Times. Hútar, sem njóta stuðnings Írana, hafa hótað frekari árásum í Sádi-Arabíu. Ráðist gæti verið á fleiri olíulindir ríkisolíufyrirtækis Sáda Aramco „hvenær sem er“. Þeir hafa heldur ekki lagt fram sannanir fyrir að þeir hafi staðið að árásunum.Sjá einnig:Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum.
Bandaríkin Íran Jemen Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15