40 prósent landsmanna nota mjólkurvörur frá Bolungarvík reglulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2019 13:08 Tekjur Örnu hafa vaxið hratt frá því að framleiðsla hófst 2013. Þær voru 1.052 milljónir í fyrra og jukust um fjórðung á milli ára. Fréttablaðið/Ernir Annað árið í röð trónir Fjarðarkaup toppi lista MMR yfir þau fyrirtæki sem Íslendingar mæla helst með. Athygli vekur að mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík, sem var mæld í fyrsta skipti í ár, skýst beint í fimmta sæti listans. 40% Íslendinga segjast nú nota vörur frá Örnu að staðaldri. Þessar og fleiri eru helstu niðurstöður nýjustu mælingar MMR á meðmælavísitölu 135 þjónustu- og framleiðslufyrirtækja. Starfsmenn Fjarðarkaupa hafa fengið frí um Verslunarmannahelgina undanfarin ár.Fjarðarkaup Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni en meðmælavísitalan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mælingum á því hversu líklegir einstaklingar eru til að mæla með (eða hallmæla) fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. „Niðurstöður mælinganna gefa því góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifaþáttur í ákvörðunartöku neytenda um hvort stofna eigi til viðskiptasambands við fyrirtæki,“ segir í frétt MMR. Fjarðarkaup og Arna toppa matvælageirann Fjarðarkaup er efst á lista íslenskra fyrirtækja í Meðmælakönnun MMR annað árið í röð. Það er því greinilegt að verslunin hafnfirska kann að höfða til viðskiptavina sinna en fyrirtækið hefur hvað eftir annað skákað stærri verslunarkeðjum og hefur verið á meðal 10 efstu fyrirtækja í meðmælavísitölunni frá því að mælingar hófust árið 2014. Efstu tíu fyrirtækin. Þá vekur sérstaka athygli að Arna rýkur upp lista ársins og hafnar í fimmta sæti en 40% svarenda könnunarinnar kváðust reglulega versla vörur fyrirtækisins, hærra hlutfall viðskiptavina en hjá nokkru öðru fyrirtæki á lista þeirra fimm efstu. Það er því nokkuð ljóst að landsmenn hafa heldur betur tekið vel við tilraunum þessarar ungu og efnilegu mjólkurvinnslu til að hrista upp í mjólkurvörumarkaðnum. Fleiri smærri fyrirtæki skáka risunum í atvinnugreinum sínum og má þar nefna nýliða Hreyfingar og Reebok Fitness sem koma með látum inn á lista efstu fyrirtækja meðmælavísitölunnar. Það er greinilegt að líkamsrækt á stóran sess í hjörtum landsmanna en Hreyfing fylgir fast á hæla Fjarðarkaups í öðru sætinu og Reebok Fitness vermir það níunda. Einnig er áhugavert að sjá breytileika í vinsældum eldsneytis- og smásöluþjónustu Costco en alþjóðlegi verslunarrisinn var þetta árið bæði mældur í atvinnugreinum matvöruverslana og olíufélaga eftir að hafa einungis verið fyrir í flokki matvöruverslana síðustu tvö ár.Nánar um niðurstöðun hér. Nokkurn mun er að finna á velgengni fyrirtækisins í þessum tveimur flokkum en eldsneytisþjónusta Costco kemur sér fyrir í þriðja sæti meðmælavísitölunnar í ár, allnokkru ofar en smávöruverslun Costco sem fellur af lista tíu efstu fyrirtækja. Bolungarvík Hafnarfjörður Neytendur Skoðanakannanir Tengdar fréttir Tekjur Örnu jukust um fjórðung Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hagnaðist um liðlega sjö milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, borið saman við fimmtán milljóna króna hagnað árið 2017. 17. júlí 2019 07:00 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Annað árið í röð trónir Fjarðarkaup toppi lista MMR yfir þau fyrirtæki sem Íslendingar mæla helst með. Athygli vekur að mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík, sem var mæld í fyrsta skipti í ár, skýst beint í fimmta sæti listans. 40% Íslendinga segjast nú nota vörur frá Örnu að staðaldri. Þessar og fleiri eru helstu niðurstöður nýjustu mælingar MMR á meðmælavísitölu 135 þjónustu- og framleiðslufyrirtækja. Starfsmenn Fjarðarkaupa hafa fengið frí um Verslunarmannahelgina undanfarin ár.Fjarðarkaup Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni en meðmælavísitalan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mælingum á því hversu líklegir einstaklingar eru til að mæla með (eða hallmæla) fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. „Niðurstöður mælinganna gefa því góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifaþáttur í ákvörðunartöku neytenda um hvort stofna eigi til viðskiptasambands við fyrirtæki,“ segir í frétt MMR. Fjarðarkaup og Arna toppa matvælageirann Fjarðarkaup er efst á lista íslenskra fyrirtækja í Meðmælakönnun MMR annað árið í röð. Það er því greinilegt að verslunin hafnfirska kann að höfða til viðskiptavina sinna en fyrirtækið hefur hvað eftir annað skákað stærri verslunarkeðjum og hefur verið á meðal 10 efstu fyrirtækja í meðmælavísitölunni frá því að mælingar hófust árið 2014. Efstu tíu fyrirtækin. Þá vekur sérstaka athygli að Arna rýkur upp lista ársins og hafnar í fimmta sæti en 40% svarenda könnunarinnar kváðust reglulega versla vörur fyrirtækisins, hærra hlutfall viðskiptavina en hjá nokkru öðru fyrirtæki á lista þeirra fimm efstu. Það er því nokkuð ljóst að landsmenn hafa heldur betur tekið vel við tilraunum þessarar ungu og efnilegu mjólkurvinnslu til að hrista upp í mjólkurvörumarkaðnum. Fleiri smærri fyrirtæki skáka risunum í atvinnugreinum sínum og má þar nefna nýliða Hreyfingar og Reebok Fitness sem koma með látum inn á lista efstu fyrirtækja meðmælavísitölunnar. Það er greinilegt að líkamsrækt á stóran sess í hjörtum landsmanna en Hreyfing fylgir fast á hæla Fjarðarkaups í öðru sætinu og Reebok Fitness vermir það níunda. Einnig er áhugavert að sjá breytileika í vinsældum eldsneytis- og smásöluþjónustu Costco en alþjóðlegi verslunarrisinn var þetta árið bæði mældur í atvinnugreinum matvöruverslana og olíufélaga eftir að hafa einungis verið fyrir í flokki matvöruverslana síðustu tvö ár.Nánar um niðurstöðun hér. Nokkurn mun er að finna á velgengni fyrirtækisins í þessum tveimur flokkum en eldsneytisþjónusta Costco kemur sér fyrir í þriðja sæti meðmælavísitölunnar í ár, allnokkru ofar en smávöruverslun Costco sem fellur af lista tíu efstu fyrirtækja.
Bolungarvík Hafnarfjörður Neytendur Skoðanakannanir Tengdar fréttir Tekjur Örnu jukust um fjórðung Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hagnaðist um liðlega sjö milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, borið saman við fimmtán milljóna króna hagnað árið 2017. 17. júlí 2019 07:00 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Tekjur Örnu jukust um fjórðung Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hagnaðist um liðlega sjö milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, borið saman við fimmtán milljóna króna hagnað árið 2017. 17. júlí 2019 07:00
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30