Vilja auðvelda flutning milli verðbréfamiðstöðva Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. september 2019 08:45 Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. Fréttablaðið/Anton Brink Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindranir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva. „Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda rafbréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi rafbréfa staðið flutningi í vegi.“ VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðinum sé sú að útgefandi rafbréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikningsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindranir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva. „Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda rafbréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi rafbréfa staðið flutningi í vegi.“ VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðinum sé sú að útgefandi rafbréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikningsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira