Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2019 16:35 Laugavegur við Klapparstíg. Hann hefur verið lokaður fyrir bílaumferð í sumar og svo verður áfram í vetur. Vísir/Vilhelm Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september. „Göngugötur efla samskipti og auka lífsgæði borgarbúa,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reikna má með því að tillagan verði samþykkt í borgarráði á morgun. Í tillögunni felst að hlutar Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verða gerðir að varanlegum göngugötum. Samhliða því verður unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta göturnar og umhverfið. Allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsing verður endurnýjað en hönnun svæðisins verður unnin af Arkís arkitektum í samstarfi við Landhönnun. Fyrsti áfangi sem nú er í deiliskipulags- og forhönnunarferli er Laugavegur á milli Klapparstígs og Ingólfsstrætis og Skólavörðustígur á milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020.Akstursstefnu á Laugaveginum fyrir neðan Frakkastíg hefur verið breytt. Nú ekur fólk upp Laugaveginum frá Klapparstíg.Vísir/Vilhelm742 stæði í bílastæðahúsum Í dag var einnig samþykkt tillaga um að Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi og Bankastræti frá Skólavörðustíg að Þingholtsstræti verði áfram göngugötur í vetur eða frá 1.október 2019 til 1. maí 2020. Þessar götur verða opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu frá 7-11 virka daga 8-11 á laugardögum á tímabilinu. Önnur umferð ökutækja er óheimil á svæðinu á göngugötutímabilinu og allar bifreiðastöður einnig óheimilar. Minnt er á að 742 bílastæði má finna í bílastæðahúsum í miðborginni. Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verði fjlögað í hliðargötum við göngugötuna. „Sýnt hefur verið fram á að með þessari breytingu má skapa betra verslunarumhverfi og koma til móts við nýjar áskoranir í verslun þar sem upplifun og þjónusta eru stór þáttur. Gangandi vegfarendur fá betri hljóðvist á öllu svæðinu, minni mengun auk þess sem aðgengi fyrir alla er betrumbætt. Að breyta götum á svæðinu í göngugötur og færa þar með umferð akandi og bílastæði frá götunum er talið hafa margvísleg jákvæð umhverfisáhrif. Göngugötur eru sá áfangastaður borga sem flestir heimsækja til þess að dvelja á og eykur það mannlíf allan sólarhringinn og bætir upplifun,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00 Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14. júní 2019 20:00 Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira
Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september. „Göngugötur efla samskipti og auka lífsgæði borgarbúa,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reikna má með því að tillagan verði samþykkt í borgarráði á morgun. Í tillögunni felst að hlutar Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verða gerðir að varanlegum göngugötum. Samhliða því verður unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta göturnar og umhverfið. Allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsing verður endurnýjað en hönnun svæðisins verður unnin af Arkís arkitektum í samstarfi við Landhönnun. Fyrsti áfangi sem nú er í deiliskipulags- og forhönnunarferli er Laugavegur á milli Klapparstígs og Ingólfsstrætis og Skólavörðustígur á milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020.Akstursstefnu á Laugaveginum fyrir neðan Frakkastíg hefur verið breytt. Nú ekur fólk upp Laugaveginum frá Klapparstíg.Vísir/Vilhelm742 stæði í bílastæðahúsum Í dag var einnig samþykkt tillaga um að Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi og Bankastræti frá Skólavörðustíg að Þingholtsstræti verði áfram göngugötur í vetur eða frá 1.október 2019 til 1. maí 2020. Þessar götur verða opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu frá 7-11 virka daga 8-11 á laugardögum á tímabilinu. Önnur umferð ökutækja er óheimil á svæðinu á göngugötutímabilinu og allar bifreiðastöður einnig óheimilar. Minnt er á að 742 bílastæði má finna í bílastæðahúsum í miðborginni. Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verði fjlögað í hliðargötum við göngugötuna. „Sýnt hefur verið fram á að með þessari breytingu má skapa betra verslunarumhverfi og koma til móts við nýjar áskoranir í verslun þar sem upplifun og þjónusta eru stór þáttur. Gangandi vegfarendur fá betri hljóðvist á öllu svæðinu, minni mengun auk þess sem aðgengi fyrir alla er betrumbætt. Að breyta götum á svæðinu í göngugötur og færa þar með umferð akandi og bílastæði frá götunum er talið hafa margvísleg jákvæð umhverfisáhrif. Göngugötur eru sá áfangastaður borga sem flestir heimsækja til þess að dvelja á og eykur það mannlíf allan sólarhringinn og bætir upplifun,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00 Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14. júní 2019 20:00 Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira
Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00
Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26
Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14. júní 2019 20:00
Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00