Emil fór í æfingaferð með Malmö til Suður-Afríku þar sem engir boltar voru með og sofið í tjöldum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2019 10:30 Emil Hallfreðsson á HM í Rússlandi síðasta sumar. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson. Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson.
Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira