Emil fór í æfingaferð með Malmö til Suður-Afríku þar sem engir boltar voru með og sofið í tjöldum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2019 10:30 Emil Hallfreðsson á HM í Rússlandi síðasta sumar. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson. Ítalski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson.
Ítalski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Sjá meira