Fjórða þáttaröð Stranger Things í bígerð Andri Eysteinsson skrifar 30. september 2019 21:07 Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar hafa verið með þeim vinsælustu á Netflix frá því að þættirnir hófu göngu sína sumarið 2016. Önnur þáttaröðin var gefin út ári síðar en aðdáendur máttu bíða í heil tvö ár eftir þriðju seríunni sem var frumsýnd 4.júlí síðastliðinn. Ungir aðalleikarar á borð við Finn Wolfhard, Millie Bobbie Brown, og Gaten Matarazzo hafa ásamt eldri stjörnum eins og David Harbour, Sean Astin og Winonu Ryder, hlotið einróma lof fyrir hlutverk sín í þáttunum. Fjórða þáttaröðin var staðfest með 45 sekúndna löngu myndbandi sem lítið er hægt að lesa úr. Merki þáttanna birtist með töluna 4 í bakgrunni. Eftir því sem líður á myndbandið virðist umhverfið breytast í það sem þekkja má úr „The Upside Down“. Að lokum birtast þá skilaboðin. Við erum ekki lengur í Hawkins. (e. We are not in Hawkins anymore) Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þáttaröðin verður sýnd. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar hafa verið með þeim vinsælustu á Netflix frá því að þættirnir hófu göngu sína sumarið 2016. Önnur þáttaröðin var gefin út ári síðar en aðdáendur máttu bíða í heil tvö ár eftir þriðju seríunni sem var frumsýnd 4.júlí síðastliðinn. Ungir aðalleikarar á borð við Finn Wolfhard, Millie Bobbie Brown, og Gaten Matarazzo hafa ásamt eldri stjörnum eins og David Harbour, Sean Astin og Winonu Ryder, hlotið einróma lof fyrir hlutverk sín í þáttunum. Fjórða þáttaröðin var staðfest með 45 sekúndna löngu myndbandi sem lítið er hægt að lesa úr. Merki þáttanna birtist með töluna 4 í bakgrunni. Eftir því sem líður á myndbandið virðist umhverfið breytast í það sem þekkja má úr „The Upside Down“. Að lokum birtast þá skilaboðin. Við erum ekki lengur í Hawkins. (e. We are not in Hawkins anymore) Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þáttaröðin verður sýnd.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira